Menntamál - 01.02.1973, Síða 23
málum, aukna aðild kennara að stjórn skóla,
eflnigu sálfræði- og ráðgjafarþjónustu í skólum,
eflingu skólabókasafna, og afnám ýmissa agnúa
á núgildandi skólakostnaðarlögum. Hins vegar
eru ýmis ákvæði í frumvarpinu, sem stjórn FHK
hefði kosið að væri hagað á annan veg, og skulu
nú ]jau helztu þeirra talin, ásamt fáeinum athuga-
semdum öðrum, sem stjórnin telur ástæðu til að
gera við frumvarpið.
1. í frv. er gert ráð fyrir, að fræðslustjóri sé
skipaður í starf að loknum eins árs setningar-
tíma (13. gr.). Stjórn FHK telur, að hér sé um
starf að ræða, sem ekki eigi að ráða í æviráðn-
ingu, heldur eigi að veita það í tiltekinn af-
markaðan tírna í senn, til dæmis 5 ár með heim-
ild til endurráðningar í 3 ár. Sama regla ætti
einnig að gilda um skólastjóra (30. gr.).
2. í frv. (31. gr.) er gert ráð fyrir, að aðstoðar-
skólastjórar konti í stað núverandi yfirkenn-
ara og ]aeir verði ríkisstarfsmenn, sem taki laun
samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs-
manna, en verði ekki lausráðnir af einstökum
sveitarfélögum. Stjórn FHK er meðmælt þessari
breytingu og einnig þeirri nýbreytni að ráða
aðstoðarskólastjóra til afmarkaðs tíma í senn.
Hins vegar telur stjórnin ekki rétt, að aðstoðar-
skólastjóri sé ráðinn í starf á þann hátt, sem
gert er ráð fyrir í frv., heldur eigi skólastjóri og
kennararáð að hafa heimikl til að ráða hann úr
hópi fastra kennara við skólann, án annarra at-
beina ráðherra en staðfestingar og úrskurðar, ef
þessa tvo aðila greinir á. Þá telur stjórnin held-
ur ekki rétt að binda ráðningu aðstoðarskóla-
stjóra skilyrðislaust við 5 ár, heldur skuli sá
ráðningartími aðeins vera meginregla, en við
skólastjóraskipti skuli ráðning hans ævinlega
falla niður ekki sfðar en einu ári eftir að nýr
skólastjóri tekur við störfum, jafnvel þótt ráðn-
ingartími hans sé þá ekki úti.
3. Ekki verður séð af frv., að skólastjórar eigi að
hafa rétt til setu á fundum fræðsluráðs (11. gr.)
og réttur þeirra til setu á fundum skólanefndar
er Jn engdui' frá ]>ví sem er í núgildandi ákvæðum
um fræðsluráð og skólanefndir (18. gr.). í frv.
segir, að skólastjóri hafi rétt til setu á skólaneínd-
arfundum, „þegar fjallað er um mál, sem varða
skóla hans sérstaklega", en núna er sarni réttur
hans ekki takmarkaður á þennan liátt. Stjórn
FHK telur Jjessa breytingu ganga í öfuga átt og
bjóða heim ákveðnum hættum.
4. Ástæðulaust virðist að lögbjóða mánaðarlega
almenna kennarafundi í þeim skólum, sem
liafa starfandi kennararáð (20. gr.). Ætti að vera
nægilegt að mæla svo fyrir, að slíka fundi skuli
lialda þegar skólastjóri og kennararáð telja þess
])örf eða þriðjungur fastráðinna kennara krefj-
ist þess. Hins vegar vantar í frv. öll ákvæði um
aðra kennarafundi en almenna kennarafundi,
en í skólastarfinu er mikilvægt, að rúm sé skap-
að fyrir smærri kennarafundi af ýmsu tagi, lil
að mynda fundi kennara í sömu námsgreinum
og kennara í sömu bekkjum, bæði innan eins og
sarna skóla og með kennurum í hliðstæðum skól-
um í sama byggðarlagi eða grannbyggðum. Um
þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að setja nákværn
ákvæði í almennum lögum, en fyrir ])essu þarf
að gera ráð í lagaákvæðum um skólakostnað og
kjarasamningum kennara.
5. Engin ákvæði eru í frv. um hlutverk for-
eldrafélaga, sem heimilt er að stofnsetja við
grunnskóla. FHK telur eðlilegt, að fulltrúa for-
eldrafélags verði í lögunum tryggður réttur til
setu á almennum kennarafundum og skólanefnd-
arfundum með málfrelsi og lillögurétti. (21. gr.).
Jafnframt telur stjórnin að taka beri upp í frv.
ákvæði um að, þar sem foreldrafélag er ekki
starfandi við skóla, sé skólastjóra skylt að boða
til almenns kynningarfundar um starfsemi skól-
ans minnst einu sinni á ári.
6. Nemendaráði, sem heimilt er að stofna í
efstu bekkjum skólans, er ekki markað neitt
skýrt starfssvið í frv. (22. gr.). Stjórn FHK telur
eðlilegt að nemendaráði verði heimilað að til-
nefna einn fulltrúa í skólastjórn, sent hafi sama
rétt og kennari í kennararáði. Hins vegar telur
stjórnin ekki rétt að fyrirskipa stofnun nem-
MENNTAMÁL
21