Menntamál - 01.02.1973, Page 28

Menntamál - 01.02.1973, Page 28
sérstöðu og þar sé klciít að stytta námstímann, án þess að ganga verulega á námskjarnann. I>að má benda á, að það er gert ráð lyrir, að samd- ar verði sérstakar námsskrár fyrir þessi skóla- liverli þar sem hægt verður að taka tillit til um- iiverfis og uppeldisgildis þess. 5 eða 6 daga skólavika Haukur: Þá langar mig að spyrja ykkur næst um vikulegan skólatíma. Þeim skólum fjölgar, sem hafa 5 daga kennsluviku í stað 6 áður. Er þetta æskileg þróun, eða fylgja þessu einhver vand- kvæði? Kristján: Út af fyrir sig held ég, að (i daga kennslu- vika sé æskilegri, en ég Iield, að það sé óhjá- kvæmilegt, að 5 daga kennsluvika verði tek- in upp í skólum eins og á öðrum vinnustöð- eins og þjóðfélagsþróunin Iiefur verið. Þetta er eins og livert annað þjóðfélagsböl, sem mað- ur verður að þola. Ég hef t.d. þá reynslu í minum skóla, að laugardagur er miklu erfið- ari kennsludagur en aðrir dagar vikunnar. Það kentur t.d. fram í því, að miklu verr er mætt á laugardögum en öðrum dögum. Andri: Hér er um þjóðfélagsþróun að ræða, sem erfitt er að standa gegn. Samkvæmt frumvarp- inu getur verið um hvort tveggja að ræða. Ég hef stundum velt því fyrir mér, livort við gæt- urn gert tilraun með það, sem Frakkar hafa reynt í marga áratugi, að frí í skólum verði einhvern annan dag en laugardag, en í Frakk- landi hefur það verið á íimmtudegi. Ingi: Ég er fylgjandi 6 daga skólaviku, mér er engin launung á því, ég óttast hinar löngu helg- ar. En 5 daga skólavikan er á næsta leyti eins og fram hefur komið hér. En þá vaknar líka sú spurning, hvernig ætlum við að koma kennslunni fyrir, án þess að álagið á nemend- ur verði of mikið, og miða ég þá að sjálfsögðu við vikulegan kennslutíma eins og hann er í dag og eins og hann verður samkv. frumvarp- inu, t.d. í efri bekkjum barnaskólanna. Það er svo margt, sem þarf að taka tillit til. Ég nefni það, að nemendur, margir hverjir, taka þátt í ýmiss konar tómstundastarfi utan skóla svo sem íþróttum, dansi, listgreinum o. fl. Allt tekur þelta sinn tíma. Og svo má ekki gleyma því, að börn á þessum aldri þurfa nokkurn tíma til leikja. Ég Iield Jtað verði að taka vikulegan kennslutíma til rækilegrar endurskoðunar. Kristján: Það er líka önnur lilið á þessu máli, sú hliðin, sem snýr að kennurunum. Kennarar eru að verða nær eina stéttin, sem vinnur á laugardögum, og það hlýtur að vera tímaspurs- mál, liversu lengi þeir láta bjóða sér slíkt án verulegs álags fyrir laugardagskennsluna. Þetta hlýtur að ýta undir þá þróun, að hætt verði að kenna á laugardögum. Ég held það sé óraun- hæft að taka einhvern annan dag en laugar- dag sem frídag. Til þess þyrfti margt að breyt- ast í þjóðfélaginu. Indriði: Vegna þess sem Kristján Bresi sagði varðandi kennara, verður að geta þess, að kenn- arar hafa lengra sumarleyfi en aðrir ríkisstarfs- menn og kennslustundafjöldinn er óbreyttur, hvort sem um er að ræða 5 eða 6 daga skóla- viku. Til viðbótar þeirn atriðum, sem Ingi nefndi, að mæltu gegn 5 daga skólaviku, má benda á, að skólahúsnæði er víða svo knappt, að ekki er unnt að taka upp samfelldan vinnu- dag með 5 daga skólaviku, nema húsnæði verði aukið verulega. Jóhannes: Það er mitt álit, að oft vilji nemand- inn gleymast í öllu þessu kerfi. Ég gerði mér það til gamans að glöggva mig á hver væri raunverulegur vinnutími nemandans samkv. töflu á bls. 50 í frumvarpinu. 1 8. bekk er gert ráð fyrir 38 stundum á viku, hver stund 40 mín. Þá yrðu þetta að viðbættum frímínútum um 1750 mín. á viku. Reiknum með 10 stund- um í lieimavinnu á viku og tökum kaffihlé inn í dæmið, eins og gert er í kjarasamningum, þá yrði þetta allt rúmlega 8 stunda vinnudag- ur miðað við 5 daga vinnuviku. En líklegt er, að álagið á nemendur í tilteknum bekkjum sé jafnvel enn meira. Ég veit það ekki, en ég held, að hann ætti ekki að vera lengri en hjá full- orðnu fólki, frekar styttri. Andri: Þetta er vissulega álitamál, og jjaö má benda á ýmislegt, sem þarna getur haft áhrif, MENNTAMÁL 26

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.