Menntamál - 01.02.1973, Side 31

Menntamál - 01.02.1973, Side 31
húsnæðis talsvert aðrar en til annars skóla- ltúsnæðis, og slikt húsnæði hefur óvíða verið fvrir hendi. Haukur: Nú er kannski hugsanlegt að hafa slíka kennslu utan skóla og innan. Geturn við gert ráð fyrir, að skólinn fái slíka aðstöðu til verk- legrar kennslu utan skólastofnunarinnar þar sent slík aðstaða er fyrir hendi? Ingi: Skólinn ntá ekki slitna út tengslum við atvinnulífið. Á það vil ég leggja áherzlu. Skól- inn þarf að kynna nemendum sínum atvinnu- lífið vel, og ef til vill væri hægt að skipuleggja þau mál þannig, að nemendur færu á vinnu- staðina og það yrði síðan metið í námi þeirra. Jóhannes: Ég get tekið undir það, sem sagt liefur verið um þetta, einkum það, sem Ingi sagði áður. Það er a.m.k. þannig hér í þéttbýlinu, að unglingar Jiafa ekki nægileg tækifæri til að kynnast atvinnulífinu nógu vel, og þar sem svo er, verður að telja eðlilegt, að skólarnir kynni nemendum atvinnulífið, en tryggja þarf, að nemendur hafi gagn af slíkri kynningu. Indriði: Mér dettur í hug að skjóta hér inn spurn- ingu. Er hægt að tengja verkmenntun við vettvangsfræðslu, félagsfræðikennslu við um- hverfisfræðslu og reyna að mynda með þessu samtengjandi grein? Andri: Ég veit ekki, iivort ég get svarað því, en óneitanlega virðist ýmislegt mæla með því. Ég er ekki sannfærður urn það, að hægt sé að færa verkmenntunina að verulegu leyti út fyrir skóla- stofnunina. Verkmenntun innan grunnskóla ætti ekki að búa menn undir ákveðin störf, heldur ætti hún fremur að vera kynning á breiðari grundvelli. Ég held, að gott sé að velta því fyrir sér, hversu mikil verkmenntun eigi að vera á grunnskólastigi, og hvaða tilgangi hún eigi að þjóna. Sérhæfingu í atvinnulífi fylgir það, að störf manna og eðli þeirra breytast mun örar en áður. Slíkt gerir aftur ])ær kröfur, að mennirnir séu reiðubúnir að taka upp nýja hætti kannski oft á ævinni. Ég held, að afleiðingin verði sú, að skólinn verði að gera mun meira en áður til að kenna mönnum að laga sig að nýjum aðstæðum, þannig, að hinn almenni námsþáttur verði ríkari og sérhæfing- in byrji þá síðar á ævinni en hingað til hefur verið. Tímabundin ráðning eða æviráðning Haukur: Kannski við snúum okkur að ráðningar- forminu. Á að ráða stjórnunarmenn skólakerf- isins á annan hátt en aðra starfsmenn eins og kennara, umsjónarmenn o. fl. Og í framhaldi af því, teljið þið, að ráða eigi stjórnunarmenn á hinum ýrnsu sviðum ]>jóðlífsins til ákveð- ins tíma? Ingi: f frumvarpinu á þetta við um yfirkennar- ana. Ég er því mótfallinn, að þeir séu þannig teknir út lir. Um stjórnunannenn vil ég segja það, að fyrir mörgurn árum vék ég að því, að ekki ætti að ráða skólastjóra til lengri tírna en 10 ára í senn, og ég er enn sömu skoðunar. Jóhannes: Ég vil taka undir það, að ég tel óeðli- legt, að yfirkennarar eða aðstoðarskólastjórar sén ráðnir á ánnan hátt en aðrir starfsmenn skólans. Ég held, að ráðningarformið heyri ekki beint undir fræðslulög. Líklegt er, að ráðningarform verði á dagskrá í sambandi við umræðu um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna. Ég tel eðlilegt, að fræðslulögin kveði ekkert á um þetta. Kristján: Ég neyðist til að vera kollegum mínurn ósammála um þetta atriði. Ég held, að starf yfirkennara sé það sérstakt og svo nátengt starfi skólastjóra, að æviráðning sé í því tilviki óhentug, Yfirkennari er nánasti samstarfs- maður skólastjóra, og því er ákaflega mikil- vægt, að samstarf þeirra sé gott. Ég tel einmitt þess vegna að ráða eigi yfirkennara til skamrns tírna, og skólastjóri eigi að ráða mestu um val hans, hvort sem það er til 5 ára eða ekki, en hitt er höfuðatriði, að ráðning yfirkennara falli úr gildi, þegar skólastjóraskipti verða, þannig, að nýr skólastjóri hafi frjálsar hendur. Ég sé ekki, að með þessu sé verið að ganga á rétt yfirkennarans. Yfirkennarinn er fyrst og fremst ráðinn sem kennari að skólanum og á að halda þeirri ráðningu. MENNTAMÁL 29

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.