Menntamál - 01.02.1973, Side 36

Menntamál - 01.02.1973, Side 36
♦----------------------------------------------♦ FRÁ EINVELDI TIL LÝÐVELDIS Höfundur: Heimir Þorleifsson. Útgefandi: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1973 «♦— -------------------------------------------♦ Skortur á handhægum kennslubókum liefur háð kennslu í fslandssiigu í framhaldsskólum um langan aldur. Islandssögubækur Arnórs Sigurjónssonar og Jóns Aðils (endurskoðuð af Vilhjálmi I>. Gíslasyni 1962) liafa um árabil nánast verið einu kennslubækurnar fyrir framhaldsstólana. Þessar iiækur hafa ekki reynzt hentugar til kennslu, efni j>eirra jiurrt, sumir kaflar bókanna lítð annað en nafna- og talnaromsur, svo að erfitt hefur verið að koma auga á að höfundar hali samið J>ær handa ungmennum lil lærdóms. Fyrir Jrrem árum korn út íslandssaga í einu bindi eftir Egil Star- dal. Hún fjallar um sögu okkar frá upphafi fram til 1965. Hún liefur einkum j>á kosti að þar er fjallað ítarlegar en í fyrrnefndum bókum um atvinnuvegi og hagsfiguleg efni. Þá tengir lúifundur athurði Islands- sögu betur við atburði Evrópusögu en gert er í fyrri bókum. En }>að rúm, sem liin ýmsu tímabil sögunnar fá, er ærið misjafnt, t.d. er nær helmingur bókarinn- ar, rúmar 120 síður, um þjóðveldisöld, en 20. öldin fær einar 40 síður, og öll er bókin ágripskenndari el'tir j>ví sem nær dregur okkar eigin samtíð. Heimir Þorleifsson segir réttilega í formála að bók sinni að of lítil áherzla hafi verið lögð á 20. öldina í sögukennslu og bók hans sé samin til að breyta þar nokkuð um. Séu lyrr nefndar bækur hafðar til nokk- urs samanburðar, j>á sætir j>essi bók Heimis miklum tíðindum fyrir þá nýbreytni, sem hún hefur að geyma. Höfundur hefur frásögn sína um 1830, þegar aðeins tekur að rofa til í sjálfstæðismálum }>jóðarinnar. Síðan er fjallað um sjálfstæðisbaráttu íslcndinga á 19. öld fram að heimastjórn 1904. Þá tekur við þáttur um al- menn málefni 19. aldar atvinnumál, fjármál, heil- hrigðis- og menningarmál o. fl. Þáttaskipting á efni 20. aldar er að j>ví leyti svipuð skiptingu 19. aldar að fyrst er rætt um stjórnmál og efnahagsmál og síðan um atvinnu- og menningarmál. Við lauslegan samanburð á efni j>essara alda, má sjá að drepið er á færri mála- flokka 20. aldar, en þeim, sem fjallað er um, eru gerð fyllri skil. Þetta hefur þann kost að elni 20. aldar verður samfelldara en ella, en liætt er við að sitthvað, sem mikilvægt verður að telja fyrir }>jóðlíf okkar á }>essu tímaskeiði, falli brott. í bókinni fær 20. öldin mikið rúm, rúmar 140 síður, og er }>að andstætt j>ví, sem verið liefur i eldri sögubókum. Þáttur atvinnu- og efnahagsmála og jnóunar stéttaskiptingar á 20. öld er ítarlegur, en J>okar J>ó ekki stjórnmálum aldar- innar til idiðar. Frásögn liöfundar og myndir j>ær, sem lienni fylgja, ná einnig til daglegs lífs manna, en af slíku hafa kennarar litla reynslu í kennslubókum, og ber að fagna [>essu. Af þáttunum um 20. öldina J>ykir mér einkum l>ragð af }>ví, sem segir af síðari heims- styrjöld og áhrifum hennar á stjórnmál, efnahagsmál og daglegt líf Islendinga. Höfundur liefur gripið til j>eirrar nýbreytni að draga ævisögur helztu manna út úr meginmáli bókarinnar, en látið j>ær fylgja efni sem smáletursgreinar. Að mínu mati er mikil hagræð- ing af j>essu. Sögufrásögnin verður heillegri og ævi- sögurnar að sama skapi ítarlegri lieldur en orðið lielði, ef fyrri háttum hefði verið fylgt að fella j>ær inn í meg- inmál bókar. Þá verður að telja j>að mikinn kost á bókinni, liversu myndaefni er mikið og margvíslegt: ljósmyndir af fólki við dagleg störf, myndir af margs konar framkvæmdum, tilkynningum, símskeytum, æsi- miðúm, skopmyndir o. fl. Þetta fjölbreytta mynda- efni [>jónar vel efni bókarinnar, glæðir frásögnina líli, en er ekki einungis til uppfyllingar eins og olt hefur viljað við brenna í sögubókum. Hiifuðatriði efn- isins eru færð út á spássíu hverrar síðu lil hjálpar J>eim, sem vill rifja upp eða átta sig í fljótu bragði á kjarna hverrar síðu. Bókin er skrifuð á lipru miili og laus við þann ítroðslu- og upptalningastíl, sem ein- kennt hefur margar kennslubækur í sögu og öðrum greinum. Við fyrsta lestur Jressarar bókar er ekki margt, sem að henni verður fundið. Það væri J>á lielzt að mér J>yk- ir félagsmálum 20. aldar gerð of lítil skil og sömu- leiðis menningarmálum sama tímabils, einkum bók- menntum. Þá er frásögnin af tímaskeiðinu eftir 1950 heldur stuttaraleg miðað við J>að rúm, sem fyrri ára- tugir 20. aldar fá. Örfáar prentvillur hef ég rekizt á, en enga bagalega nema á bls. 111, J>ar sem segir að I-Iinrik Bjelke og Brynjólfur Sveinsson hafi fengið konung til að stofna hér lioldsveikraspílala um miðja 16. öld, en á að vera um miðja 17. öld. Bókin er ætluð til kennslu í menntaskólum og sam- bærilegum skólum. Fyrir gagnfræðaskóla er hún lient- ug sem handbók nemenda, en ætla má að sá hluti bókar, sem fjallar um 20. öldina, sé hentugt kennslu- efni verðandi gagnfræðingum. Frágangur bókarinnar er allur hinn smekklegasti, prentun og band í góðu lagi. Höfundur getur J>ess i formála að í ráði sé að gefa út heimildatexta, talna- og talnahefti, sem fylgja eiga bók }>esari, og verður von- andi mikill fengur í }>ví. Heimir Þorleifsson hefur sýnt bæði með }>essari bók og Mannkynssögu BSE I að honum lætur vel að skrifa um söguleg efni. Er vonandi að honum gefist tóm til að lialda }>ví áfram- Haukur Sigurðsson. MENNTAMÁL 34

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.