Vorið - 01.12.1954, Síða 4

Vorið - 01.12.1954, Síða 4
122 V O R I Ð Skyldum við þekkja hann? „Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki viS honum.“ — Jóh. 1, 11. — Ég las einu sinni smásögu vun dreng, sem beið í kuldaveðri, ásamt mörgu fólki eftir því, að konungur- inn kæmi með fylgdarliði sínu inn á íþróttavöllinn. Eftir langa bið sást til skrúðfylkingarinnar. Loksins kom konungurinn. Mikið var um að vera. Mikið var skrautið. En — hver af þessum skrautbúnu Iiöfð- ingjum skyldi nú vera konungur- inn? Drengurinn var ekki í efa um það. Það hlyti að vera stóri, fallegi maðurinn með gullskúfana á öxl- unum. Hjá þvi gat ekki farið. Svo viss þóttist drengurinn í sinni sök, að hann veitti engum öðrum eftir- tekt. — Seinna komst þó drengurinn að því, að konungurinn hafði alls ekki verið einkenniskæddur. Hann hafði bví alls ekki veitt kontmgin- um nokkra eftirtekt. Öll fvrirhöfn- in. allar stöðurnar úti í kuldanum, höfðu ekkert haft að Mða. Konung- inn hafði hann alls ekki séð. Þegar Tesús fæddist austur á Gvðino'alandi fvrir meira en 19i/£ öld, höfðu Gvðingar vænzt þess lengi, að meðal þeirra myndi kon- ungur fæðast, sem gjöra myndi þá að voldugri þjóð. Jesúm viður- kenna þeir ekki sem konung. Hann fæðist í gripahúsi og elzt upp í húsi fátækrar móður. Þeim fannst ekk- ert konunglegt við hann. Þeim fórst alveg eins og litla drengnum. Að- eins einn kom auga á mikilleikann í fátæktinni. Það var Jóhannes skír- ari, er sagði: „Skóþveng hans er ég ekki verður að leysa.“ — ,,Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.“ Það er sorgarsagan. — Jesús kemur til eignar sinnar á hverjum jólum. Hann kemur til mín og þín. Skyldum vér þekkja hann, þegar hann kemur til okkar á þessum jólum? Skyldum við opna hjörtu okkar fyrir honum eða loka hann úti? Við vitum ekki hvernig hann kemur. Hann gefur vel komið í gerfi fátæks, umkomulítils harns, sem okkur kann að þykja lítil jóla- prvði að, en sem hann ætlast til að við tökum vinsamlega og hjúkrum. Opnum þvf hjörtun. Hvar sem hann finnur opin hjörtu, gengur hann inn. Bióðum hann velkominn í hvaða gerfi sem hann kemur! — Hann gefi okkur öllum GLEÐILEG JÓL! V.Sn.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.