Vorið - 01.12.1954, Síða 6
124
V O R I Ð
okap og slark á sjálfa jólanóttina.
Honum fannst það vera svo mikið
öfugmæli. Hann var frá bindindis-
heimili og hafði aldrei bragðað vín.
En hann hafði séð afleiðingar þ'ess
og fyririeit það.
Bezti félagi hans á skipinu var
Gunnar frá Eyri. Þeir voru úr sama
þorpi. Gunnar var 18 ára og búinn
að vera eitt ár á skipinu. Hann var
glaðlyndur og góður félagi, en dá-
lítið talhlýðinn og áhrifagjarn. Og
meðan hann sat þarna á þilfarinu,
kom Gunnar til hans.
„Strákarnir eru að búa sig til að
fara í land. Eigum við ekki að verða
með beim?“ spurði Gunnar.
,,Ég veit ekki. Hvert ætla þeir?“
„Þeir segjast bara fara inn á ein-
hvern skemmtistað niður við höfn-
ina.“
„Hvað ætla þeir að skemmta sér
þar?“
„Ætli beir fái sér ekki ölkollu og
eitthvað út í, spjalli saman og horfi
á aðra.“
„Þá ætla éo: ekki að vera með.“
„Hvað segirðu. Geiri. Heldurðu,
að bú komir ekki með. Dæmalaus
mömmudrengur getur bú verið. Þú
þorir bó likleo-a að drekka eitt glas
af öli, þó að þú sért bindindismað-
ur?“
„Ég held bara, að þetta verði
ekkert gaman. Veiztu ekki, að það
er aðfangadagsksvöld?"
„Jú, ég veit það. En hér eru engin
hátíðahöld á aðfangadag. Þess
vegna getum við vel skemmt okk-
ur.“
Eftir nokkurt þref varð það úr,
að Geiri lét undan, og ákvað að
fara í land með Gunnari.
Sólin*var farin að lækka á lofti,
þegar þeir fóru í land. Það var
mjög heitt og fóru þeir því létt-
klæddir.
í þessum hópi voru 6 skipverjar.
Þeir gengu fyrst um göturnar, skoð-
uðu í búðarglugga og keyptu
nokkra smáhluti, til að hafa með
heim. Mikil umferð var á götunum
og margt fólk í búðunum að kaupa
til jólanna. Loks komu þeir að
stóru og fallegu torgi. Stór tré voru
á miðju torginu og alla vega litt
blómskrúð í kring. Geiri dáðist að
þessari fegurð.
Svo komu þeir að kaffihúsi og
fóru þar inn. Þarna var skuggsýnt,
en ljós héngu á veggjum. Þarna var
nærri fullskipað við hvert borð. Og
það var sannarlega mislitur lvður,
sem þar var saman kominn. —
Loftið var þrungið af reykjarstybbu
og drykkjarföng voru á hverju
borði. Sumir gestirnir voru talsvert
háværir, og voru sýnilega eittlivað
ölvaðir.
Þeir félagar fundu að lokum borð
úti í horni. Geiri horfði í kringum
sig. Elann hryllti við þessum stað.
Hann gat ekki gert sér grein fyrir
þeim ömurlegu áhrifum, sem hann
varð fyrir. Hér vildi hann ekki
vera.