Vorið - 01.12.1954, Page 7
VO RIÐ
125
„Heyrðu, Gunnar. Ég ætla heim,“
stundi hann upjr við félaga sinn.
„Hvað ertu að segja, drengur.
Heldurðu, að þú skemmtir þér ekki
með okkur?“
„Nei, þetta er andstyggilegur
staður.“
„Strákar, Geiri er of fínn til að
skemmta sér með okkur,“ sagði
Gunnar og glotti við.
„Þú verður aldrei sjómaður,
Geiri, ef þú lærir ekki að njóta lífs-
ins í landi,“ sagði einn hásetinn.
Geiri sagði ekkert, en stóð
þegjandi upp, og um leið og hann
gekk frá borðinu, sneri hann sér að
félögum sínum og sagði:
„Hér ætla ég ekki að vera á jóla-
nóttina. Verið þið sælir.“
Og Jjar með var hann liorfinn út
úr dyrunum.
„Það var naumast, að það var
gustur á stráknum,“ sagði einn há-
setinn. En það var eins og þögn
slægi á hópinn við það að vera
minntur á, að hin helga jólanótt var
að byrja. Því að hún átti einhver
ítök í hjörtum þeirra allra. Þeir
ætluðu aðeins að gleyma henni að
þessu sinni.
Geiri hélt beina leið niður í klef-
ann sinn á skipinu. Mikill mann-
fjöldi var enn á götunum og kvöld-
ið var hlýtt og unaðsfagurt. En
Geiri sá lítið af þeirri fegurð. í
kvöld vildi hann vera einn. Hann
mundi allt í einu eftir því, að móðir
hans hafði afhent honum böggul
áður en hann fór að heiman. Hún
hafði sagt, að hann mætti ekki opna
hann fyrr en á aðfangadagskvöld.
Þegar hann kom niður í klefann
sinn, heyrði lrann, að einhver var
í næsta klefa. Hann leit þar inn og
þar sat Ólafur vélstjóri við borðið
og skrifaði bréf.
„Hvaðan kemur þú, Geiri
minn?“ spurði hann hlýlega.
„Ég kem úr landi.“
„Ertu einn?“
,,Já, hinir urðu eftir."
„Hvers vegna komstu á undan
þeim?“
„Mér jrótti svo andstyggilegt inni
í ölkránni, að ég fór.“
„Það var rétt af þér. Þú ert góður
drengur og óspilltur. Það var ekki
von, að þú festir þar yndi á sjálfa
jólanóttina. Til þess að una á slík-
um stöðunr, verða menn að vera
þeim samdauna.“
„Hvað ertu að skrifa?"
„Ég er að skrifa konunni minni
og börnunum. Ég hef það fyrir fasta
venju að skrifa þeim á aðfangadags-
kvöld, ef ég er ekki heima. Þá er ég
hjá þeim í anda á meðan."
Þá kom Geira það í hug, að þetta
gæti hann gjört líka. Hann gæti
skrifað foreldrum sínum. Honum
mundi ekki leiðast á meðan.
Hann fór aftur inn í klefann,
fann böggulinn og tók hann upp. í
lionum voru kökur og annað góð-
gæti að heiman og Nýja-Testament-
ið. Hann gæddi sér á kökunum um