Vorið - 01.12.1954, Page 10

Vorið - 01.12.1954, Page 10
128 V O R I Ð Frá bernskudögum danska ævintýraskáldsins HANS CHRISTIANS. Ég þykist vita, að flestir lesendur „Vorsins“ niuni kannast við bókina „Ævintýri Andersens". Það leiðist engum, sem hana les. I ævintýrun- um gjörist eitthvað. Höfundurinn tekur lesandann með sér á ferð um alla heima og geima á fljúgandi koflörtum, ef ekki vill betur til. Mér datt í hug, að segja ungum les- endum „Vorsins“ ofurlítið frá bernskudögum höfundarins. Heirri- ild mín er ritgjörð í gainalli, danskri lesbók. Árið 1805 bjuggu nýgift hjón í borginni Odense í Danmörku. Heimili þeirra var fátæklegt og að- eins ein stofa, enda voru efnin eng- in. En þeim þótti vænt hvoru um annað, og það bætti úr fátæktinni. Húsfaðirinn var skósmiður á 22. Syngur blær í blómarunni blítt og rótt, strýkur létt um strengi þýða stillt og hljótt. Vakir þó og veit um ljóð hans veröld öll. Stjörnur vorsins skarti skrýða skógarhöll. Guðmundur Arnfinnsson. árinu, bráðgáfaður maður og skáld- hneigður, en einkennilegur um margt. Húsfreyjan var nokkuð eldri. Hún hafði lítillar menntunar notið í æsku og var fremur fáfróð, en svo góð í sér, að hún mátti ekk- ert aumt sjá. Hinn 2. apríl 1805 eignuðust hjónin son, er skírður var Hans Christian. — Það er ævin- týraskáldið góða. — Áður en lengra er komið, tel ég rétt að geta þess, að faðir skáldsins, H. C. Andersen var af efnuðum bændum kominn. En ólánið hafði elt fjölskyldu hans. Nautgripirnir höfðu drepizt, bæjarhúsin brunnið og afi Hansar litla brjálaðist. Amma hans fluttist þá til borgarinnar. Maður hennar var settur á geð- veikrahæli og náði aldrei fullri heilsu. Faðir Hansar var látinn læra skósmíði, þó að hugur lians hneigð- ist alls ekki til þeirrar iðju. Hann hafði langað til að ganga í mennta- skóla, en efnahagurinn leyfði það ekki. Orð fór af því, að hann væri bráðgáfaður, og þess vegna hafði komið til orða, að efnamenn í borg- inni tækju hann að sér og kostuðu hann í skóla, en því miður varð ekki af því. Öll sund lokuðust. Hann

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.