Vorið - 01.12.1954, Page 11
V O R I Ð
129
komst aldrei í menntaskólann og
varð aldrei reglulega ánægður með
lífið. Svo fer oft, þegar dýrustu von-
irnar bregðast. Sagt er, að þegar
menntaskólapiltarnir komu með
skó sína til viðgerðar og sýndu hon-
um bækur sínar, þá hafi honum
oft vöknað um augu, kysst drenginn
sinn í ákafa og setið stundum saman
hljóður og hugsandi. — Allar stund-
ir, sem hann var ekki að vinnu
sinni, notaði hann til að lesa og
grufla. Með stéttarbræðrum sínum
var hann aldrei. Hins vegar smíðaði
hann oft leikföng á kvöldin handa
Hansi litla og las fyrir hann, bæði
„1001 nótt“ og leikrit Holbergs.
Sagt er, að aldrei sæist skósmiður-
inn brosa, nema þegar hann las fyr-
ir son sinn eða lék við hann. — Oft
gengu þeir feðgar út í skóg á sunnu-
dagskveldum. Skósmiðurinn tíndi
þá blóm handa syni sínum og batt
sveiga, þögull og hugsandi.
Móðir Hansar Kristjáns var eins
og fólk gjörist flest í háttum sínum.
í uppeldinu hafði hún mest af
hörkunni að segja. Með harðri
hendi var hún rekin áfram við vinn-
una eða þá út til að betla. Það tók
hún mjög nærri sér. Hún sagði
seinna sjálf frá því, að oft hefði hún
falið sig í ræsi einu og legið þar all-
an daginn grátandi, frekar en að
ganga fyrir hvers manns dyr og
biðja að gefa sér. Með aldrinum
varð hún framkvæmdalítil og skeyt-
ingarlaus, en alltaf jafn góðlynd og
góð í sér.
Við skulum þá snöggvast skyggn-
ast um heima hjá Hansi litla. —
Hjónin bjuggu, eins og áður er
sagt, í einni stofu. Þar var skóverk-
stæðið og þar var hjónarúmið og
H. C. Andersen.
bekkurinn, sem Hans svaf á. Bekk-
urinn var færður að rúminu á
kveldin. Nokkrar myndir héngu á
veggjunum, og lítil 'bókahilla var
yfir kommóðu ömmu lians. Eidhús-
kompu höfðu foreldrar hans og
voru dyr milli hennar og stofunnar.
Hurðin var máluð á óvenjulegan
hátt. Á spjöldin voru nefnilega mál-
aðar landslagsnryndir, og fannst
drengnum mikið til um fegurð