Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 12
130
V O R I Ð
þeirra. Úr eldhúsinu var stigi upp
á loftið og við þakrennuna var fest-
ur dálítill kassi, fullur af mold. Þar
ræktuðu hjónin lauka og persillur.
Þetta var akurinn þeirra.
Á þessu heimili ólst skáldið H.
C. Andersen upp. Þar dreymdi
hann alla l júfustu bernskudrauma
sína. — En nú skulum við rifja upp
nokkrar bernskuminningar hans.
Einhver fyrsta minning hans er
bundin við tugthúsið í Odense. Það
var ekki iangt frá heimili hans.
Hvert sinn, er hann leit tugthúsið,
flugu honum í hug allar verstu
ræningja- og morðsögurnar, sem
hann hafði heyrt. Stundum stóð
hann langa'tímana eins og niður
negldur og hlustaði á söng fang-
anna, er þeir rauluðu við verk sitt,
sér til dægrastyttingar. Ekki batn-
aði sagan við það, að einu sinni
bauð fangavörðurinn honum og
foreldrum hans til sín í tuqthúsið.
Honum rann kalt vatn milli skinns
og hörunds, þeqar hin stóra, járn-
sleqna hurð onnaðist og lokaðist að
haki þeim. Tveir fanganna gengu
um beina, og þá versnaði Hansi
hræðslan fyrir alvöru. Hann gat
engan bita bragðað. Hann varð að
leggjast fyrir — af tómri hræðslu!
Sá, sem feginn varð. þegar heim-
sókninni lauk og heim var komið,
var Hans litli. En angistin í tugt-
húsinu gleymdist honum ekki um
sinn.
Annað hús í borginni gaf honum
líka nóg að hugsa, en það var geð-
veikrahælið. Amma hans vann þar
oft í garðinum og kom hann oft-
sinnis til hennar. Stundum komu
sjúklingarnir út í garðinn til þeirra.
Drengurinn varð þá afar-hræddur,
en forvitnin hélt honum föstum.
Það var í aðra röndina nokkuð gam-
an að hlusta á skvaldrið í þeim. Og
svo sungu sumir þeirra nokkuð
skemmtilega. — Meðal þessara
sjúklinga var afi hans. Við hann var
drengurinn hræddastur. — Afi
hans skar alls konar einkennilegar
myndir úr tré, — menn með dýra-
höfðum, ferfætt dýr með vængjum
og merkilega fugla. Þessir smíðis-
gripir karlsins voru sendir út í
sveitina og seldir fvrir mat. Peninga
vildi karlinn ekki sjá. — Einu sinni
bar svo við, að karlinn slapp út á
götur borgarinnar og hópur af
götustrákum safnaðist um karlves-
alinginn með ópum og óhljóðum.
Þá varð Hans svo hræddur, að hann
fól sig bak við tröppur, og þar var
hann meðan hann heyrði til strák-
anna.
iÞriðja húsið kom mjög við sögu
skáldsins H. C. Andersens. Það var
vinnustofa gamalla, fátækra
kvenna. Rerlingarnar höfðu mestu
mætur á Hansi og hann á þeim.
Við þær var hann óhræddur. —
,,Svona hágáfað barn lifir varla
Iengi,“ sögðu þær, þegar Hans hafði
lokið fyrirlestrum sínum, — því að
nú var hann farinn að flytja rokna