Vorið - 01.12.1954, Síða 14
132
V O R I Ð
urinn saknaði föður síns innilega,
sérstaklega þó sem leikfélaga.
Um þessar mundir sá Hans litli
sjónleik í fyrsta sinni. Leikhúsið og
allt, sem stóð í sambandi við það,
varð nú hans mesta áhugaefni. Nú
fór hann að læra heil leikrit utan að
og láta brúðurnar sínar leika þau,
en auðvitað varð hann sjálfur að
tala fyrir þær allar. Eins þurfti
hann að flytja þær til á leiksviðinu,
en leikhúsið Jiafði faðir hans sálaði
smíðað og gefið honum fyrir
nokkru. Nú kom að því, að hann
vantaði leikrit, en hann dó ekki
ráðalaus. Hann bjó þau til sjálfur,
og sannarlega datt honum margt í
hug. Því til sönnunar má nefna, að
nöfn á 25 leikritum skrifaði hann
aftan á eina bókina sína. Þessi 25
leikrit ætlaði hann að semja og hef-
ur vísast samið. En barnaskólinn
varð oft að sitja á hakanum. Hann
mátti ekki vera að því, að sinna
lexíum hans. Leikhúsið tók allan
tíma hans. Annars lærði hann vel
að lesa og skrifa, en minni varð
reiknirmkunnáttan. Og vinnu-
brö<?ð lærði hann fá sem engin.
Mömmu hans srazt lítt að þvf. Hann
var kominn á bann aldur, að hann
átti að fara að sreta létt undir við
heimílísstörfin, en af því varð frem-
urlítið.
Hér með lýkur þessari frásögn.
y. Sn,
Bréfaviðskipti
Óskum eftir bréfaskiptum við
jafnaldra:
1. Sigurgeir B. Guðmundsson (11—
14), Auðsstöðum, Hálsasveit,
Borgarf.
2. Tryggvi Jónsson (8—10), Garðs-
vík, Svalbarðsströnd, S.-Þing.
3. Margrét H. Jónsdóttir (13—15)
Garðsvík, Svalbarðsstr., S.Þing.
4. Ásta Magnúsdóttir (12—14),
Hólmatungu, Jökulsárhlíð, N.-
Múl.
5-Ingibjörg Haraldsdóttir (11^-13),
Víðihvammi 11, Kópavogi.
Læknirinn: „Hvernig gengur það
með svefninn?"
Sjúklingurinn: „O, það er mikið að
skána, læknir. Hingað til hef ég alltaf
orðið að telja upp að 10.000, en í gær-
kveldi komst ég af með 9.987.“
Kennarinn: „Getur þú nefnt fugl,
sem ekki er lengur til?“
Halli: „Já, snjótittlinginn.“
Kennarinn: „Hvaða rugl er í þér,
drengur?“
Halli: „Jú, kötturinn drap hann í
gær.“
Kennarinn: „Getur þú nefnt mér
þekktan kaupstað á íslandi, sem byrj-
ar á S?“
Árni: „Já, Eskifjörður."
\