Vorið - 01.12.1954, Page 15

Vorið - 01.12.1954, Page 15
VORIÐ 133 Froskurinn Frans í bónorðsför - HEYRNARLEIKUR. - Sögumaöur: Það er yndisfagur sumar- dagur við litla tjörn í skóginum. Frosk- urinn Frans situr á steini úti í miðri tjöminni og speglar sig í vatninu. Hann er auðsjáanlega mjög ánægður með sjálfan sig. FRANS: Já, ég er nú karl í krapinu. Og svo eru ekki margir, sem ja£n- ast á við mig að fríðleika. Ég þekki, í stuttu máli sagt engan, sem er eins hugrakkur og glæsi- legur og ég. Ég hlýt að vera fædd- ur til þess að njóta frægðar og frama. Þegar ég hugsa til þeirra tíma, er ég var ungfroskur, man ég glöggt eftir því, að ég var þá öllum öðrum meiri og fegurri. Ég synti betur og hafði á allan lrátt fegurri hreyfingar. — En svei, svei! Hver kemur nú busl- andi þarna í tjörninni minni? Má ég nú ekki fá að vera í friði hérna? Þetta er sjálfsagt einn af þessum venjulegu, óbreyttu froskum. GAMALL FROSKUR: Góðan dag- O ínn, Frans! Situr þú hér og spegl- ar þig? FRANS: Speglaðu þig sjálfur, gamli fauskur, ef þú þá þorir það. Annars þekki ég þig ekki og hef ekki óskað eftir viðtali við þig. GAMLI FROSKURINN: Nei, nei, ég get ósköp vel skilið, að þú þekkir mig ekki, Frans. F.n nú þekki ég þig dálítið betur. Ann- ars ætlaði ég bara að segja þér dálítið, sem ég hef heyrt nú alveg nýlega. Það er sagt, að prinsessan ætli að fara að gifta sig, og kon- ungurinn hefur látið þau boð út ganga, að hann óski eftir að fá að sjá alla unga froska í ríki sínu, til þess að finna hinn rétta eig- inmann handa prinsessunni. FRANS: Ha, ha, ha! Ég held þú ættir að fara á biðilsbuxurnar. Þá gæti konungurinn þó einu sinni gert sér glaðan dag! GAMLI FROSKURINN: Já, já,

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.