Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 23
VORIÐ 141 „Já,“ svaraði Haraldur hátt og greinilega. „Hverjir voru aðrir með?“ „Ég svara aðeins fyrir sjálfan mig.“ „Þú ert frekjudallur. Viltu svara kurteislega, — hverjir voru með?“ Það var dauðaþögn í bekknum. Þá stóð Hartvig upp og svaraði: „Ég var með.“ „Ég líka.“ Svörin komu hvert á eftir öðru. Bara veslings Símon þagði og var alveg grænn í framan af hræðslu. „Voru allir með, nema Símon?“ spurði kennarinn stranglega. Það var þögn í stofunni, en svo brast Símon í grát og sagði: „Það var ég, sem braut rúðuna,“ sagði hann snöktandi: „Þú?“ Kennarinn leit á Harad. „Mér fannst þú segjast hafa gert það,“ sagði liann. „Já, það vorum við báðir. Ég kastaði fyrst, en Símon var óheppn- ari, og það er ég, sem er skyldur að borga.“ „Við greiðum það í félagi," sagði Hartvig. „Við erum allir sekir, og eigum allir að greiða það.“ Símon skalf af ótta, þegar hann leit í kringum sig í bekknum. „Ég get þó lagt til það, sem ég á,“ sagði hann. „Ég var svo hræddur, af því að ég átti ekki nóg.“ Kennarinn safnaði saman pen- tngunum hjá drengjunum, og skrif- aði Maðs stutt bréf, sem allir dreng- irnir skrifuðu undir. — „Og þar með er þetta mál úr sögunni,“ sagði hann. „En það vil ég segja ykkur að lokum, að í dag hafið þið verið til sóma fyrir foreldra ykkar, og þið hafið líka glatt gamla kennarann ykkar. Standið á fætur, biðjið faðirvor, verið sæl og heilsið heim til ykkar og flytjið beztu nýársóskir." Upp veginn frá skólanum hljóp drengjahópur og borðaði nestið sitt á leiðinni. Þeir voru allt í einu orðnir svo svangir. En svo fóru þeir að hugsa um hve reiður kennarinn hafi verið, þegar hann byrjaði á yfirheyrsl- unni. „Hann var svo reiður, að þunnu hárin á höfði hans stóðu beint upp í loftið," sagði Hartvig. „En gamli kennarinn gerði nú samt vel,“ mælti Haraldur, „og við megum vera honum þakklátir fyrir að liann tók að sér að tala við Maðs,“ bætti hann við um leið og hann hljóp upp götuna heim til sín. „Góðu jól, heilögu jól,“ raulaði hann, þegar hann kom inn í stof- una. — „Ég er svo hungraður," kall- aði hann ákafur. „Jæja, það er laglegt að heyra,“ sagði móðir hans og brosti. (E. S. þýddi).

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.