Vorið - 01.12.1954, Page 24

Vorið - 01.12.1954, Page 24
142 VO RIÐ Ef ég væri guð um jólin Ef ég væri guð um jólin — en ég er bara maður — ég dræpi á dyr hjá öllum svo dýrlega himinglaður. Ég harðstjórans snerti hjarta og hlýjaði það og mýkti, og sál hans með sólskinsvendi ég sópaði unz ljós þar ríkti. Ef ég væri guð um jólin — en ég er bara maður — þá brosti ég hverju barni svo barnslega himinglaður, ég vefði þau öll í einu að ástríku móðurhjarta, með sólskin frá sálu minni ég sál þeirra gerði bjarta. Ef ég væri guð um jólin — en ég er bara maður — þá kyssti ég heitum kossi svo klökknandi himinglaður þau stráin, sem bogin stríða við storminn í veikleik sínum ég byrgði þau öll í eining um eilífð í faðmi mínum. Ef ég væri guð um jólin — en ég er bara maður — þá vefði ég líknarvængjum svo viknandi himinglaður hvert einasta líf, sem líður og leitar að gæfu sinni á væng eða völtum fæti og villist á fótskör minni. Ef ég væri guð um jólin — en ég er bara maður — þá léti ég lengjast jólin svo lifandi himinglaður. Ég léti þeim aldrei linna með líknandi krafti sínum, og velkomið allt, sem veikt er til vistar í himni mínum. Ef væri.ég guð um jólin — en ég er bara maður. — Sigurður Júl. Jóhannesson.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.