Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 25
V O R I Ð
143
Þegar litlu tröllin sigruðu
Ævintýri eftir GUN GYLLENSPETZ.
í skóginum voru bæði stór tröll
og lítil, en þeim kom ekki saman.
Litlu tröllin voru fjörug og starf-
söm, en það líkaði stóru tröllunum
ekki. „Við verðum að láta þau
kenna á því. og sýna hvað við get-
um. Þetta er ófært eins og það er.
Svona píslar eiga ekki að flækjast
fyrir okkur. Svo eru þau með nefið
alls staðar. Sé þeim ógnað, þá leggja
þau á flótta. Svo stríða þau okkur.
Nei, þetta þarf að liafa einhvern
endi.“
Þetta kom öllum stóru tröllunum
saman um, og nú skyldi látið til
skarar skríða.
Litlu tröllin skyldu fá að vita, að
það væru stóru tröllin, sem ættu
skóginn. Litlu tröllin mættu að vísu
búa þar, en helzt ekki meira. Þau
ættu að sýna stóru tröllunum til-
hlýðilega virðingu. Taka ofan og
hneigja sig, en ekki haga sér eins
og þau gjörðu nú, kalla abrakadaba
eða einhverja aðra vitleysu.
„Við stofnum til verðlaunamóts,"
sagði stóri Klumpur. Hann var svo
hár að höfuðið náði alveg upp á
móts við grenitoppana, og svo gild-
ur, að hann varð að smeygja sér á
röð g:e2:num hellismunnann.
,,Það skulum við gjöra,“ sögðu
hin stóru tröllin, ,,og svo sigrum
við. Við skulum hafa há verðlaun,
því að við erum viss með að sigra.“
Svo kom þeim saman um að láta
fyrst svara spurningum. Með því
vaéri hægt að vita, hvort litlu tröllin
eða þau stóru væru vitrari. Á eftir
gætu þau farið í ,,krók“. Með því
var hægt að sjá, hvor væru sterk-
ari.
Þau skrifuðu auglýsingu og festu
Iiana upp í skóginum. í auglýsing-
unni stóð, að öllum væri heimil
þátttaka. Það áttu að vera tvær
rniklar verðlaunaþrautir og verð-
launin áttu að vera tvær skeppur af
gulli. Margt fleira var til skemmt-
unar: Kaffidrykkja, skotfimi, hljóm-
leikar og dans. Þá yrði nú skemmti-
legt í skóginum.
„Hvað er þarna?“ og litlu tröllin
Ijentu á auglýsinguna.
Eitt af litlu tröllunum hoppaði
upp á þúfu og þar las það: „Mikið
verðlaunamót í skóginum! stendur
þar.“
„Stóru tröllin efna til' verðlauna-
samkeppni," sagði það, „tvær verð-
launaþrautir. Það veltur á því,
hvort þau eða við erum vitrari. Og
svo hvort við eða þau eru sterkari.
Tveim skeppum af gulli er lofað í