Vorið - 01.12.1954, Page 31

Vorið - 01.12.1954, Page 31
V O R I Ð 149 Ur keimi barnanna Þættir úr Noregsför Barnakórs Akureyrar. f ÁLASUNDI. Loksins, loksins lagði lestin af stað til Álasunds. Við vorum orðin heldur óþolinmóð að bíða, því að þetta var í fyrsta skipti á ævinni, sem við sáum slíkt farartæki. Hvað þá að eiga að fara að ferðast með því. Svo að það má nú nærri geta, hvort við höfum ekki verið spennt. Við áttum langa ferð fyrir hönd- um, rúma 13 tima í iárnbrautarlest og bíl. F.n bað srerði ni'i ekkert til, þvi að við ferðuðumst að nóttu til og höfðum fína svefnklefa. Ég held að við höfum b'ka öll sofið vel, nema einn strákur, sem var að drepast úr tannpínu alla nóttina. Næsta morgun kl. rúmlega sex komum við til Ándalsnes. Þar tóku á móti okkur nokkrir fulltrúar frá Álasundi. Söngstjórinn okkar, Björgvin Jörgensson, fékk blóm- vönd. Síðan var okkur boðinn morgunverður. Áður en við fórum frá Ándalsnesi var hverjum manni afhent umslag, sem hafði að geyma: fallega myndabók frá Álasundi, bók um fiskiiðnsýninguna, að- göngumiða að allri sýningunni, miða, sem veitti okkur ókeypis far með öllum strætisvögnum bæj- arins, og 10 kr. í vasapeninga. Svo var lagt af stað með tveimur stór- um vögnum til Álasunds. Við vor- um tæpa 4 tíma á leiðinni. Þegar til Álasunds kom,ókum við beint heim í Möre ungdomsskole. Þar áttu flest okkar að búa. Um leið og við stig- um út úr bílunum, heilsaði fjöl- menn, norsk drengjahljómsveit

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.