Vorið - 01.12.1954, Síða 33
VO RIÐ
151
Fyrsti rjómaísinn í Osló.
17. JÚNÍ í ÁLASUNDI.
17. júní var dásamlegasti dagur-
inn í allri Noregsferðinni. Hann
var bjartasti og heitasti sólskinsdag-
urinn á öllu sumrinu, (hitinn 28
stig) og svo var þetta verulega há-
tíðlegur þjóðhátíðardagur. Allur
bærinn var fánum skreyttur eins og
allir í Álasundi vildu óska okkur
til hamingju með 10 ára afmæli lýð-
veldisins.
Kl. 12 gengum við til fundar við
íslenzka konsúlinn uppi á Fjell-
stua, klædd okkar bezta skarti og
með fánann í fararbroddi. Konurn-
ar voru í íslenzkum þjóðbúningum.
Þar minntist konsúllinn íslands, en
við sungum þjóðsönginn og heils-
uðum með fánakveðju. er íslenzki
fáninn var dreginn að hún á Fjell-
stua, sem gnæfir mörg hundruð
metra yfir borgina. Síðan nutum
við góðra veitinga hjá ræðismanns-
hjónunum. Söngur okkar og viðtal
við fararstjórann og kveðja frá okk-
ur heim var tekin upp fyrir útvarp,
en því miður heyrðist það víst aldr-
ei hér. Að lokum sagði konsúllinn
okkur sögu Álasunds og nefndi
okkur örnefni þeirra staða, sem sá-
ust frá Axla.
Kl. 6 bauð Karlakór Álasunds
okkur í kveðjuhóf, sem haldið var
á undurfagurri eyju skammt frá
Álasundi. Við fórum þangað á all-
stórri ferju. Var lagst að bryggju í
lítilli vík á eynni. Rétt fyrir ofan
var hús, sem nefnt er Sejlerhvtten,
þangað var ferðinni heitið. Húsið
var rautt bjálkahús með svölum allt
um kring. Þar var íslenzki fáninn
við hún til heiðurs okkur íslending-
unum á þjóðhátíðardegi okkar.
Húsið er eins og rauð rós í skógin-
um, sem vex um alla eyna. Fyrst
fórum við í leiki úti í skóginum og