Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 37
V O R I Ð
155
heyið bíður þess að verða gefið á
garðann. Grasið er farið að sölna,
og gulbleikum haustblæ slær á tún
og engi, holt og hæðir. Trén fella
blöðin smátt oar smátt os: fuarlaklið-
o o o
urinn deyr út með stormum hausts-
ins. Farfuglarnir fara, en íslenzku
staðfuglarnir verða eftir. Þá fara
hrafnarnir að halda þingin sín og
skipta sér niður á bæina. En rjúp-
urnar klæðast vetrarfiðri og tína
rjúpnalauf um holt og hæðir.
Einn helzti og skemmtilegasti
Jiáttur haustsins, kannske sá, sem
flestar minningar eru tengdar við,
eru göngurnar. Þá sækja ungir og
gamlir fé sitt á fjall ,og lörnbin. sem
um vorið voru svo lítil, eru nú orð-
in stór og falleg. Þegar farið er í
göngur, Joarf oft langt inn á öræfi að
leita fjárins. Þess vegna voru menn
stundum 2—3, eða jafnvel fleiri
daga á leiðinni. Þá var oft ákveðið
að fara einhverja vissa vegalengd á
dag, t. d. að bæ eða örnefni. Mjög
var algengt að gíangnamenn gistu í
hlöðum, Jjví að ekki voru t. d.
görnlu torfbæirnir svo stórir að þeir
rúmuðu fjölmennan gangnamanna-
hóp.
í göngunum er þörf á góðum og
viljugum gæðingum, því að ekki er
gott að það séu þreklitlir eða brjóst-
veikir hestar, sem nota á í göngur.
Eitt helzta- starf íslenzkra hunda
hefur líka oft verið að fara með í
göngurnar og hjálpa til við smölun
fjárins.
Á leiðinni er oft áð, hestum og
hundum er brynnt og mennirnir
hyggja í malpokana og fá sér bita.
Þegar kvöld er komið, er komið á
áfangastaðinn. Þá hafa menn nóg að
gera. Það er tjaldað og tíndur eldi-
viður og margt fleira. Þegar búið er
að tjalda er kveikt undir katlinum,
vatn er hitað og menn fá sér matar-
bita og kaffisopa. Síðan er oftast
farið að sofa, en menn skiptast á um
að gæta hestanna.
í dögun næsta morgun er svo risið
úr rekkju, og ýmist haldið áfram
eða farið að leita. Þá skiptir gangna-
foringinn mönnunum í flokka, sem
leita skulu að fénu. Þegar öllu fé,
sem fundizt hefur, hefur verið safn-
að saman í einn hóp, er haldið heim
á leið, en kindum, sem á leiðinni
finnast, er bætt í reksturinn. Svona
Jjokast frjálslegt og fallegt féð
heim.
Loks er göngunum lokið og safn-
ið er rekið inn í réttina. í kringum
réttina iðar allt af fólki. Þar eru
börn og fullorðnir, sem langar til
að sjá kindina sína, sem komin er af
fjalli.
Skólarnir kalla á börn og ung-
linga til náms, og brátt er haustið
liðið og veturinn genginn í garð.
Hjörtur Pálsson.