Vorið - 01.12.1954, Page 38

Vorið - 01.12.1954, Page 38
156 V O RIÐ Getur þú leikið þessar listir? Sumir menn hafa svo mjúkan og sveigjanlegan líkama, að þeir líkj- ast einna helzt slöngum. Þeir geta gert hinar ótrúlegustu sveigjur og beygjur. Kannske þú sért einn af þeim, sem getur leikið slíkar listir þér sjálfum til gamans og kunningj- um þínum? Hér eru nokkrar mýkt- aræfingar, og aðrar þrautir: 1. Settu báða lófana á gólfið, styð olnbogunum á knén og reyndu svo að taka vasaklút upp af gólf- inu með munninum. 2. Klóraðu þér á hægri úlnlið með hægri þumalfingri. 3. Klappaðu þér á höfuðið með annarri hendinni og dragðu hring á magann á þér á sama tíma með hinni. 4. Skrifaðu nafnið þitt á pappír, sem þú heldur á enni þínu. 5. Snúðu þér í hring fimm sinnum og reyndu svo að ganga beint áfram án þess að reika. 6. Krjúptu á annað knéð, svo að all- ur þungi líkamans hvíli á því, og reyndu svo að þræða nál. 7. Taktu staf eða kústskaft með báðum höndum og reyndu svo að hoppa yfir það. 8. Leggstu á bakið, krosslegg hand- leggina á brjóstinu og reyndu svo að standa upp, án þess að taka handleggina úr þeim stellingum. 9. Styð bakinu að vegg og haltu hælunum fast að veggnum. reyndu svo að taka upp greiðu eða eittlrvað annað, án þess að hreyfa hælana frá veggnum. DÆGRADVÖL 1. Eftir hvern er þessi vísa: Þar rís Drangey úr djúpi, dunar af fuglasöng bjargið, og báðum megin beljandi hvala þröng. 2. Hvað hét önnur ljóðabók Stef- áns frá Hvítadal? 3. Við hvaða foss er gamla Sogs- virkjunin? 4. Hvaða stórt stöðuvatn er suður af Húnavatnssýslu? 5. Frá hvaða landi er fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna? 6. í hviaða íslendingasögu er sagt frá Ingimundi gamla? 7. Hvaða skólasetur fyrir pilta og stúlkur er á Fljótsdalshéraði? 8. Hvað hét systir Ólafs Trvggva- sonar, sem var vinkona Kjartans Ólafssonar? 9. í hvaða kaupstað var Valdimar V. Snævarr lengst skólastjóri? 10. Hver er merkasta áin í Egypta- landi? Fyrstu stafirnir í svörunum við þessum spurningum rnynda heiti á algengum persónum úr heimi þjóð- sagnanna. Hver eru svörin og hvert er persónuheitið?

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.