Vorið - 01.12.1954, Síða 39
V O R I Ð
157
JÓLALEIKIR
Stokkaþraut.
Gestunum er skipt í tvo ]afna
hópa. Hver hópur raðar sér hlið við
hið — flokkarnir snúa andlitum
saman.
Þeir, sem eru á enda (einn úr
hverjum flokki) setja hulstur af
eldspýtnastokk upp á nefið á sér.
Svo er talið: 1—2—3 — og báðir
byrja og reyna að koma hulstrinu á
nef þess næsta, án þess að snerta
það með höndunum, og svo koll af
kolli. Sú röðin vinnur, sem fyrst
kemur hulstrinu á endann. Ef
hulstrið dettur á gólfið áður en það
er komið á næsta nef, verður sá, sem
missti að taka það upp, setja á sitt
eigið nef og reyna aftur. Ýmsar stell-
ingar í þessum leik munu vekja
mikinn hlátur!
Hver syngur?
Bundið er fyrir augu eins þátttak-
'anda, og hann látinn sitja í sófan-
um. síðan kemur einn og einn í
einu, setzt hjá þeim ,,blinda“ og
»,tekur lagið“. Sá ,,blindi“ á að
þekkja þann, sem söng. Þegar hon-
tim hefur tekizt það, tekur sá sem
söng við o. s. frv. Ekki er nauðsyn-
leort að syngja nema örlítið — en sá
>,blindi“ má biðja um lagið aftur.
Þetta er miklu skemmtilegra en þú
heldur!
Veiðimenn og hundar.
Gestunum er skipt í tvo jafna
hópa. Foringi hvers hóps er „veiði-
maður“, allir hinir eru „hundar“.
Áður en leikurinn hefst, hefur
einhver, sem ekki tekur þátt í
leiknum, falið ca. 30—40 baunir
hingað og þangað um þær vistar-
verur, sem boðið fer fram í, og er
skýrt frá því í upphafi. Sjást verður
á baunirnar. Hvor „veiðimann-
anna" hefur smá í-lát í hendi —
bolla eða skál. Svo er talið: Allir
viðbúnir, 1—2—3 og leikurinn hefst.
Nú má enginn segja orð, en „hund-
arnir" leita að baununum og gefa
„veiðimanni" sínum til kynna hvar
þær eru með gelti. Kemur þá
„veiðimaðurinn" hlaupandi og set-
ur baunina í skálina sína. Tnnan
stundar eru allir farnir að gelta og
verður úr því mikil skemmtun. —
iÞegar annar hvor „veiðimannanna"
hefur fengið meira en helming
hinna földu bauna í skál sfna, má
han kalla upp: Unnið! og fá þá
„hundarnir" málið aftur!