Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 5
Með söknuði ég kvaddi hinn söngrika skóg,
bó sólin til vesturs var gengin.
Og voldug hún dýrðlega draumblæju óf
um dalsfjöllin hóu og cngin.
Af hciðinni björtu ég horfði um stund
yfir hýran og svipfriðan dalinn.
Þó só ég við blasa hinn litauðga lund,
löngun var hugur minn kvalinn.
STEINI LEIKARI
Börnin í Löngugötu eru býsna mörg,
og ekki dettur mér í hug að reyna að
segja frá þeim öllum. Þess vegna ætla ég
bara að kynna fyrir ykkur nokkur
þeirra. Við fáum þá fyrst og fremst að
kynnast lionum Steina, sem býr í númer
14. Hann er tíu ára. Beint á móti er hús-
ið númer 7, og þar eiga tvíburasyst-
Urnar Hulda og Kristín heima. Þær eru
níu ára og svo líkar, að enginn nenia
hannski mamma þeirra þekkir þær í
sundur.
Svo er að nefna hann Danna, sem býr
í númer 5. Hann og Steini eru miklir
vinir og leika sér oft saman. Danni er
ellefu ára. Ekki megum við gleyma henni
Einnu litlu systur Steina, mesta fjör-
hálfinum í hópnum. Hún hefur ekki lif-
að nema fimm ár, en er þó furðulega
veraldarvön.
Yngsti fulltrúinn í hópnum er hann
Siggi. Hann er fjögurra ára, en hráðum
fimm eins og liann er vanur að segja.
Siggi á heima í númer 10. Hann er
nú talsvert óþekkur, drengurinn, og þið
eigið sjálfsagt eftir að sannfærast um
En svo þcgar eygði ég Súlunnar tind,
og sólgljóðan, lognsléttan fjörðinn,
blasti við fögur og fullkomin mynd,
þau föðmuðust, hafið og jörðin.
Langt út i firði sóst Hríseyjan hó,
hjúpuð í blóleita móðu.
Og borgin á ströndinni blasti við þó,
þar byggingar hóreistar glóðu.
það, ef þið lesið söguna.
Við skulum byrja að fylgjast með
þessum krökkum, þar sem þau leika sér
á túnblettinum við hús númer 14, ásamt
mörgum öðrum stúlkum og drengjum
úr götunni.
Það er sunnudagur og nýbúið að
horða hádegismatinn. Börnin hafa verið
að hlaupa í skarðið, en eru nú orðin leið
á þeim leik og flatmaga í grasinu. Allt
í einu gellur í Finnu litlu:
Steini, viltu syngja fyrir okkur núna?
Já, viltu syngja, segja öll bömin og
mæna á Steina. Hann er nefnilega mesti
danslagasöngvari í allri götunni — og
reyndar sá bezti á öllu landinu, finnst
sumum þeirra.
Viltu syngja — viltu syngja? segir
Steini, og hermir eftir bömunum. Ég
syng ekki neitt.
Æi jú, gerðu það, kveina þau. Viltu
kannski frekar herma eftir kennara?
Ja, það gæti ég nú kannski, segir
Steini og klifrar upp á öskutunnuna.
Hún er hans kennaraborð, söngpallur
og ræðustóll.
VORIÐ 99