Vorið - 01.09.1967, Side 6
Steini sperrir sig og fettir, ræskir sig
því næst nokkrum sinnum og spennir
greipar um magakríliö.
Jæja, krakkar mínir. Við' skulum nú
sjá. Ilvað ég vildi segja?
Ertu búinn að gleyma því? kalla
krakkarnir strícfnislega.
Nei, nei, nei. Nú hef ég þaö, segir
Steini og bendir meö vísifingri á krakka-
‘hópinn. — Hvað eru margar tennur í
Ij óninu ?
Tvær, gellur í Badda.
Hvaö er að heyra — hvað er að
heyra? Helduröu aö ljónið hafi bara
tvær tennur?
Já, það fékk t.annpínu og lét draga úr
sér.
Jæja, jæja, það má vel vera. En vild-
uð þið nú gjöra svo vel að fara með
þrisvar sinnum töfluna?
Börnin þylja hana reiprennandi, en á
meðan þykist Steini taka ofan gleraugu
og fægja þau, og láta upp aftur. Því næst
fettir hann höfuðið aftur á bak, svo að
nefið veit næstum beint upp í loftið.
Vertu prestur, kallar Finna.
Börnin mín, byrjar Steini, og verður
allt í éinu ákaflega hátíðlegur í rómnum.
Þið eigið alltaf að vera þæg og góð •—
og megið aldrei segja ljótt, og aldrei
gleyma að lesa námsbækurnar ykkar,
nema þær séu mjög leiðinlegar — Am-
en.
Vertu eins og karlarnir, sem stundum
eru að rífast í útvarpinu, biður önnur
tvíburasystirin.
Ég segi það enn og aftur, að Fram-
sóknarflokkurinn er versti flokkur í
heimi, segir Steini með hárri og frekju-
legri röddu. Hann er bara alveg kol-
100 VORIÐ
ómögulegur og ætti að senda alla karl-
ana í honum út á togara.
Nú breytir Steini um rödd og segir:
Þá er nú Sj álfstæðisflokkurinn verri
— svoleiðis gjörónýtur, og gerir ekki
annað en að flækjast fyrir, þegar aðrir
eru að vinna. En nú skulum við ekki
rífast meira, heldur taka lagið — og
Steini syngur:
„Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig
ef þú meinar ekki neitt með því.“
Og öll börnin taka undir og syngja:
„Ef þú meinar ekki neitt með því.“
Steini stjórnar söngnum þarna af
öskutunnunni góða stund. Hann sveigir
sig og teygir, fettir sig og brettir og blán-
ar í framan, þegar hann syngur hæstu
tónana. Steini hefur mjög háa og hljóm-
mikla rödd og lagviss er hann.
Nú verður þú einu sinni kerling, seg-
ir Danni, hleypur inn til mömmu sinnar
og fær lánaðan gamlan, skræpóttan kjól
og mjög einkennilegan hatt með löngu
slöri.
Það er nú sjón að sjá Steina, þegar
’hann er kominn í þennan skrúða.
Börnin veltast um af hlátri, þegar
Steini vaggar sér í mjöðmunum og seg-
ir skrækróma: Nú skulum við öll syngja
af lífi og sál — og Steini byrjar:
„Senn kemur vorið á vængjum yfir
flóann.“
Skrækirnir í Steina heyrast í mörgum
húsum í nágrenninu. Hann hefur svo af-