Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 11

Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 11
hrapaði niður fyrir bjargið og beið samstundis bana.“ „Manstu eftir þessu, mamma?“ „Já, ég man eítir þegar þetta vildi til. Eg var þá telpa uppi í sveit. Foreldr- ar þessa pilts eru enn á lífi.“ Börnin höfðu hlustað á þessa frásögn af djúpri alvöru. Síðan var nokkur þögn. „Er ekki hægt að síga í bjargið?“ spurði Einar. „Jú, það er vafalaust hægt, en það er samt aldrei sigið í Sóleyjarbjarg. Hér hafa aldrei verið neinir sigmenn. IJað þarf æfða og vana sigmenn til að síga í björg. Það er íþrótt,“ sagði Halla. Nú voru börnin búin að borða. Dóra hjálpaði mömmu sinni til að þvo upp, en drengirnir hlupu út í góða veðrið til að huga að ferðum föður síns. Eftir litla stund komu þeir aftur og sögðu, að nú væri „Svalan“ að koma að landi. „Þá skuluð þið fara í hlífðarfötin ykkar,“ sagði mamma þeirra, „og hjálpa pabba ykkar við fiskinn, ef hann hefur fengið eitthvað á línuna sína.“ Það stóð ekki á börnunum. t’au klæddust í skyndi í hlífðarfötin sín og hlupu niður að víkinni. Þar biðu þau þangað til „Svalan“ renndi sér að litlu bryggjunni. Gestur faðir þeirra hafði aflað vel þennan dag og allir urðu því að taka rösklega til höndunum að þessu sinni. Halla kom nú einnig niður að víkinni með lieitt kaffi handa Gesti manni sín- um. „Þú hefur fiskað vel,“ sagði hún glað- lega er hún leit ofan í bátinn. „O, sæmilega,“ sagði bóndi hennar. „Ég var nokkuð lengi að draga línuna og kem því með seinna móti.“ „Komdu nú upp og fáðu þér kaffisopa áður en þú ferð að gera að fiskinum,“ sagði Halla. „Við 'hjálpumst svo að við að gera fiskinum til góða.“ Þegar Gestur hafði drukkið kaffið, fór hann að kasta fiskinum upp á bryggjuna. Þar tóku börnin við honum og báru hann á eins konar handbörum upp að litlu sjóhúsi, sem stóð rétt ofan við fjöruna. Þegar hann var allur kom- inn þangað hjálpuðust hjónin að því að slægja hann og fletja. Nú upphófst há- tíðleg máltíð fyrir máfana, sem gripu ætið um leið og því var kastað í sjóinn og rifust um hvern bita. Þau hjón voru bæði handfljót við vinnuna, en börnin tóku fiskinn um leið og hann var flattur, stöfluðu honum í hlaða í sjóhúsinu og söltuðu hann. Þau voru því alvön og vissu nákvæmlega hve miklu salti þau áttu að strá á fiskinn, sem mest var þorskur. Þetta gekk því allt furðanlega fljótt. Þegar aðgerðinni var lokið fór Gest- ur úr sjóklæðum sínum og allir gengu heim þreyltir en ánægðir. Fiskurinn var aðallífsbjörg fólksins hér í eyjunum, þótt fleira kæmi til, svo sem fugl, egg og selur. Ekki má gleyma landbúnaðar- afurðum, sem flestir höfðu eitthvað af, þótt ekki væri í stórum stíl. Fiskurinn var því einkum kaupið, sem fólkið fékk fyrir vinnu sína. Það urðu þó ekki allar ferðir til fjár á sjóinn, þótt hægt væri að róa. Stundum komu fyrir tímabil, þegar lítið aflaðist og stundum fékkst ekki fiskur úr sjó. Þá var þungt yfir fólkinu í eyjunum. Þá var sjómanninum VORIÐ 105

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.