Vorið - 01.09.1967, Page 12

Vorið - 01.09.1967, Page 12
líkt innanbrjósts og daglaunamanninum, sem fer á hverjum morgni á vinnustað, en fær enga vinnu. Þegar allir voru komnir heim og Gestur hafði fengið sér matarbita, spurði hann: „Vita börnin, hvað stendur til á morg- un?“ „Já, ég er búin að segja þeim það. Þau tóku því vel eins og ætíð áður,“ sagði Halla. „Þið veðið að muna eftir að sækja kýrnar út í Kríuhólma, ef þær álpast þangað, áður en flæðir. Það er háflæði núna og þær geta ekki vaðið yfir sundið. Þið verðið að fylgjast vel með þessu. Annars verður ekki hægt að mjólka þær,“ sagði Gestur. „Já, við skulum reyna það,“ sagði Einar, sem hafði að sjálfsögðu forustu fyrir hinurn börnunum vegna þess að hann var elztur. „Og svo farið þið ekkert norður á hamarinn,“ sagði faðir þeirra. „Eg er nú búin að biðja þau fyrir það,“ sagði móðir þeirra. „Ég held að það sé óhætt að treysta þeim til þess, litlu greyjunum.“ „Ég vona svo að búskapurinn gangi vel fyrir ykkur, börnin mín,“ sagði faðir þeirra. — „Það er víst þriðjudagur 1 dag. Við komum í síðasta lagi einhvern- tíma á fimmtudag.“ Það var farið snemma að hátta þetta kvöld í Sóley, því að þau hjónin höfðu í mörgu að snúast næsta morgun og helzt ætluðu þau að komast af stað nokkuð snemma. Það var því farið að hátta óvenjulega snemma þetta kvöld. Björt nóttin sveif yfir Sóley og íbúa hennar. Hér þurfti engan að svæfa. Ald- an kvað við ströndina eins og hún var vön. Systkinin í Sóley höfðu vaknað við þennan nið alla morgna lífsins og þau höfðu sofnað við hann á hverju kvöldi æfinnar. Það var eins konar undirleikur við kvak sjófuglanna. Þeir þögnuðu þó stundum, en aldan þagnaði aldrei, þótt hún kvæði söngva sína í mismunandi tóntegundum. Framhald. s PALL OLAFSSON: Vögguvísa lllo dreymir drenginn minn. Drottinn, sendu engil þinn röggu hans að voka hjó, i vondum draumum stjaka tró. Lóttu hann dreyma um líf og yl, Ijós og ollt, sem gott er til, óst og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lifsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. Póll Ólafsson. 106 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.