Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 13
STÖÐVIÐ ÞJÓFINN
eftir knut muhrer
Gunnar og Þór lentu dag einn í hörku-
deilum út af því hvort dýrin gætu hugs-
aS. Gunnar 'hélt því fram, aö þau gætu
þaÖ, en Þór var alveg ú gagnstæðri
skoðun.
Hvorugur gat þó sannað mál sitt, en
báðir héldu þeir þó fast við sína skoð-
un og létu hvergi bifast frá henni. Deil-
an leystist því á engan hátt að þessu
sinni.
En þá gerðist atburður, sem kom Þór
til að breyta skoðun sinni. Og verður
nú skýrt frá þeim atburði. Það tók af
allan efa um það, að dýrin geta hugsað.
A heimili Þórs var stór skógarköttur,
sem hafði tekið sér þar bólfestu. Hann
var kallaður Baldur. Það var eiginlega
hann, sem deilan hafði staðið um upp-
haflega. Gunnar hélt því fram, að það
væri alveg sérstaklega viturt dýr, en
Þór sagði, að hann hefði ekki meira vit
en trédrumbur.
Baldur lá oftast og svaf á teppi hjá
ofninum í stofunni. Þar hafði hann haft
fast aðsetur, síðan liann kom á þetta
heimili. Á kvöldin fékk hann sér göngu-
ferðir um nágrennið, en hann var aldrei
svo lengi úti, að hann kæmi of seint
heim. Þegar útidyrunum var lokað á
kvöldin, var Baldur alltaf kominn á sinn
stað.
Þetta umrædda kvöld var Baldur einn-
ig kominn áður en húsinu var læst og
fólkið hafði gengið til náða.
Nú er bezt að segja það eins og það
er, að Baldur var ekki sérlega uppnæm-
ur fyrir hljóðum og hávaða, og það
þurfti nokkuð til, að hann vaknaði,
þegar hann var sofnaður á annað borð.
Og ef hann hefði ekki verið vakinn ó-
venjulega harkalega þessa nótt, hefði
hann væntanlega ekki vaknað frekar
venju. Og þá hefði margt farið öðru-
vísi.
VORIÐ 107