Vorið - 01.09.1967, Page 18

Vorið - 01.09.1967, Page 18
Gullfaxi hinn nýi. og friður væri kominn á. Þetta var ekki auðsótt mál, því ennþá ríkti stríðsá- stand, en er Þjóðverjar gáfust upp í maí- mánuði 1945, voru þessi mál þó komin á nokkurn rekspöl, og loks fengust leyfi brezkra hernaðaryfirvalda fyrir flugi milli íslands og Bretlands. Fyrsta milli- landaflug Islendinga með farjiega og póst var svo flogið 11. júlí 1945. Það var Katalínaflugbátur Flugfélags íslands TF-ISP, sem flaug frá Reykjavík til Larks Bay í Skotlandi undir stjóm Jó- hannesar R. Snorrásonar, flugstjóra. Flugið til Skotlands tók rúmar 6 stund- ir og farþegar voru fjórir. Heim kom svo flugbáturinn næsta dag og var þar með farsællega lokið fyrsta millilanda- flugi íslendinga með farþega og póst. Sama sumar voru farin 2 flug til við- bótar til Skotlands og Kaupmannahafn- ar, en flugbáturinn TF-ISP, sem almennt var kallaður „Pétur gamli,“ var meðal fyrstu farþegaflugvéla er heimsóttu „Borgina við sundið“ eftir stríð. 1946 eignaðist Flugfélag íslands fyrstu Douglas DC-3 flugvél sína, en sú tegund flugvéla bar um langan aldur hita og þunga innanlandsflugsins á Is- landi, og slíkar flugvélar eru enn í dag í notkun hjá félaginu. í millilandaflugs- málum gerðist það, að Flugfélag ís- lands samdi við Scottish Airlines um leigu á flugvélum og áhöfnum, til þess að annast millilandaflugið fyrst um sinn, eða þar til félagið eignaðist sína eigin millilandaflugvél. Aætlunarflug Flugfélags íslands milli landa með þess- um flugvélum hófst svo á öndverðu ári 112 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.