Vorið - 01.09.1967, Síða 20

Vorið - 01.09.1967, Síða 20
iimanlandsflugflotans var þá orðin að- kallandi, og fylgdust Flugfélagsmenn ná- ið með nýjum gerðum flugvéla, sem þá komu á markaðinn eða voru væntanleg- ar. Eftir ítarlegar athuganir, varð að ráði, að keyptar voru flugvélar af gerð- inni Fokker Friendship. Þót-t hér væri um nýja gerð flugvéla að ræða fyrir Flugfélagsmenn, voru þeim þó þessar vélar ekki að öllu ókunnar. Bæði var, að mikið hafði frétzt frá öðrum lönd- um, þar sem þær flugu þá þegar á mörg- um flugleiðum og reyndust vel, svo og, að hreyflar þessara véla voru af gerð- inni Rolls-Royce Dart, en það er sama gerð hreyfla og er í Viscount-flugvélun- um. Fyrsta Fokker Friendship flugvél ís- lendinga kom til landsins í maí 1965 og hlaut nafnið Blikfaxi. Onnur kom til landsins ári síðar og hlaut nafnið Snar- faxi, og nú á Flugfélag íslands í pönt- un þriðju flugvélina af Fokker Friend- shipgerð og er hún væntanleg i marz 1963. Arið 1965 hófust fyrir alvöru athug- anir á því, hvaða flugvélategund myndi henta félaginu bezt til millilandaflugs, en fyrirsj áanlegt var, að endurnýja þyrfti flugflotann ekki síðar en árið 1967. —- Skipaðar voru nefndir starfsmanna til rannsókna á þessum málum. Þær rann- sóknir stóðu yfir í rúmt ár, og voru mjög yfirgripsmiklar. — Rannsakaðar voru tæknilegar, rekstrarlegar, fj árhagslegar og flugtæknilegar hliðar þessara mála. Aðeins eitt atriði lá ljóst fyrir í byrjun: að flugvél sú, sem keypt yrði, og þá væntanlega fleiri síðar, yrði af fullkomn- ustu fáanlegri gerð. Niðurstöður þessara rannsókna og athugana urðu einróma þær, að þotur af gerðinni Boeing-727 hentuðu aðstæð- um okkar íslendinga bezt, og væru hag- stæðastar á flugleiðir Flugfélags Islands milli landa. Kaup á einni slíkri vél voru litlu flugfélagi stórt átak. Kaupverð vél- arinnar ásamt varahlutum og þjálfun flugliða er nokkuð yfir 300 milljónir ís- lenzkra króna. Með góðri aðstoð Alþing- is, ríkisstj órnar og innlendra peninga- stofnana, svo og peningastofnana er- lendis, og síðast en ekki sízt með góðri fyrirgreiðslu og velvilja Boeing-verk- smiðjanna, sem framleiða þoturnar, tók- ust þessi kaup. Hinn stóri dagur, er Flugfélag íslands tók á móti sinni fyrstu þotu og íslend- ingar gerðust þar með þátttakendur í þotuöld, rann upp hjartur og fagur 24. júní síðastliðinn. Þá var mikið um dýrð- ir á Reykjavíkurflugvelli, er hinn glæsi- legi farkostur lenti þar á nákvæmlega tilsettum tíma, og hafði þá ílogið í tveim áföngum frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Frá 1. júlí hefur þotan flogið á flugleiðum Flugfélags íslands milli landa og flutt megnið af farþegum þess á millilandaleiðum. Því miður var það skilyrði sett fyrir ríkisábyrgð fyrir hluta af kaupverði þotunnar, að hún skyldi verða rekin frá Keflavíkurflug- velli en ekki frá Reykj av ikurflugvelli, sem er þó tæknilega mögulegt. Með tilkomu hins nýja Gullfaxa, en það nafn hlaut þotan, styttist flugtíminn milli íslands og nágrannalandanna um helming og farþegar Flugfélags íslands njóta nú þess bezta á flugleiðum, sem gerist í heiminum í dag. Boeing-727 get- 114 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.