Vorið - 01.09.1967, Síða 27
??En eigum við þá að segja, að þú
komir á morgun?“ spurði Florence.
„Já, ég skal koma á morgun, því lofa
ég yður,“ sagði Jim.
Jim kom daginn eftir tötralega
klæddur.
„Það gleður mig, að þú komst, Jim.
Eg er hérna með dálitia peningaupphæð,
og nú förum við til klæðskerans og biðj-
um hann að sauma handa þér föt,“
sagði Florence.
Jim starði á peningana og augu hans
Ijómuðu, er hann sagði:
„Þetta er allt of mikið, Florence Night-
ingale. Hvernig get ég launað yður
þetta ? “
„Við skulum ekki tala um það. Mig
langaði bara til að hjálpa þér, og eigum
við nú ekki að fara til klæðskerans?“
sagði Florence brosandi.
Nú breyttist svipur hans. „Má ég ekki
kaupa fötin sjálfur? Það fást ágæt föt
hjá kaupmanninum og þau eru miklu
ódýrari,“ sagði Jim.
Florence varð efablandin, en sagði
svo: ,,Jú, þú mátt það, og ég vona, að
þú gerir eins og ég hef sagt þér,“ og fékk
honum síðan peningana.
Jim jiakkaði fyrir og gekk síðan út
himinlifandi glaður.
Dagarnir liðu. Florence bjóst á hverj-
um degi við að Jim mundi koma til að
sýna sér nýju fötin, sem hann hafði sjálf-
ur keypt, en hann kom ekki. Þegar hún
fór svo að grennslast eftir Jim, varð hún
bæði hrygg og sár, því að henni var sagt,
að hann væri farinn eitthvað út í busk-
ann. Hún vildi samt fá að vita, hvort
hann hefði keypt fötin, en hann hafði
hvorki komið til klæðskerans né kaup-
mannsins. Hún gekk því heirn vonsvikin
yfir að Jim hafði svikið liana. Nú ótt-
aðist hún, að Jim væri kominn á flæk-
ing og væri einmana einhversstaðar úti
í heimi.
Tíu löng ár iiðu. Stríð hafði brotizt út
á Krím í Rússlandi og Florence Nigthen-
gale fór þangað, sem sjálfboðaliði í
hjúkrunarsveit hersins og fékk atvinnu
á sjúkrahúsi, sem byggt var yfir særða
hermenn.
Eitt kvöld, þegar hún sat alein í lier-
bergi sínu, var drepið á dyr hennar.
Inn kom ókunnur maður og sagði henni,
að særður hermaður bæði hana oð
koma og finna sig. Hann væri í mikilli
lífshættu, og síðasta bón hans var að fá
að sjá yður áður en hann deyr.
A meðan Florence var að búa sig,
spurði hún, hvað maður þessi héti.
„Jú, hann heitir Johnson, og er einn
af mínum beztu hermönnum. Hann er
illa særður og ég hef litla von um, að
hann lifi þetta af. Hann grátbað mig að
ríða hingað og biðja yður að koma áður
en hann dæi,“ sagði hermaður.
„Sögðuð þér, að hann héti Johnson?“
spurði hún.
„Já,“ svaraði yfirmaðurinn. Florence
fór að hugsa. „Ég veit ekki til þess, að
ég þekki hann. Sagðist hann þekkja
mig?“
„Nei, það sagði hann ekkert urn. En
hann hefur sjálfsagt lieyrt nafn yðar
nefnt. Það er svo oft talað um „konuna
með lampann“ hérna á vígstöðvunum.
Yður, sem sífellt vakið yfir herraönnun-
um og þreytist aldrei.“
Florence brosti, og það var auðséð, að
VORIÐ 121