Vorið - 01.09.1967, Síða 32
HANDRITIN OG HEIMKOMA ÞEIRRA
Landnáma er skrifuS til þess að festa
í minni sagnir um þá menn, sem námu
hér land. Hún segir frá mörgum atburð-
um þessa tíma. Hún er fróðleg bók. í
fyrstu hafa landnámsmenn sagt hver
öðrum og bömum sínum sögur frá lífi
sínu heima í gamla landinu. Svo hafa
þeir sagt frá þeim atburðum, sem urðu
til þess, að þeir fluttu til íslands. Síðan
hafa þeir sagt frá ferðum sínum yfir
'hafið og þegar þeir lenda skipum sín-
um við ísland. Sumir segja frá að önd-
vegissúlum hafi verið kastað í hafið, og
þar sem þær rak á land, byggðu þeir sér
bæ. Því réðu goðin.
Sögur voru sagðar í rökkrinu á kvöld-
in. En ritöld er það kallað, þegar farið
er að skrifa þessar sögur niður eftir
minni gamalla og fróðra manna. Sög-
urnar voru skrifaðar fyrir konunga, í
bæjum á íslandi. í Odda og klaustrun-
um voru skrifaðar margar sögur, sem
einu nafni nefnast íslendingasögur.
Flateyjarbók var gefin konungi.
Snorri Sturluson skrifaði Snorra-
Eddu og Heimskringlu, sem eru sögur
um Noregskonunga.
Bækur okkar voru upphaflega skrif-
aðar á kálfskinn, og voru þau sérstak-
lega verkuð til þess og voru sniðin nið-
ur í blöð. Kálfsblóð var notað fyrir
Llek, en pennar voru skornir úr fjöður-
stöfum, hinum svera enda fjaðranna.
011 handrit fornsagnanna eru skrif-
uð með jafnri, fagurri hönd, eins og
prent væri. Fyrsta gerð hverrar bókar
nefnist frumhandrit. Og þeir, sem vildu
eignast bækur, urðu sjálfir að skrifa
þær upp, eða fá aðra til þess. Skrifaðar
bækur gengu manna á milli. Stundum
komu óhöpp fyrir handritin. Líka fóru
þau smátt og smátt að slitna.
Árni Magnússon fræðimaður sá, að
handritin voru mjög dýrmæt. Hann tók
sig því til og safnaði öllum handritum
og gömlum bókum, sem hann gat náð í
og flutti þau til Kaupmannahafnar. Þar
var þá háskólinn, sem líka var háskóli
íslendinga og þar lærðu margir íslend-
ingar.
Árni var hræddur um, að handritin
mundu með tímanum glatast, ef þau
væru ekki geymd á öruggum stað í
safni. Hann ætlaði að bjarga handrit-
unum. En stundum vill illa til. Skip
sukku og með þeim mikið af handril-
um á leið til Kaupmannahafnar. Þó
komst mest allt á sinn stað og varð að
miklu safni — Árnasafni.
Enn kom voðalegt óhapp fyrir. Eldur
kom upp í Kaupmannahöfn, sem komst
í Árnasafn. Þar brunnu margar hillur.
sem í voru dýrmætar bækuj- og handrit.
Árni benti grátandi á bækurnar, er
þær voru að brenna og sagði: „Hér
brenna bækur, sem hvergi verða framar
til í heiminum." Hann leit aldrei glað-
an dag eftir þetta, enda lifði hann ekki
lengi hér eftir.
Árnasafn, sem bjargaðist, er í stóru
126 VORIÐ