Vorið - 01.09.1967, Page 37

Vorið - 01.09.1967, Page 37
FRAMHALDSSAGAN: NÝI LEIKVANGURINN EFTIR SVERRE BY, SKÓLASTJÓRA 7. KAFLl Þau voru áhyggjufull í Stiflu, þegar Aki fór að heiman með þeim ummælum, að hann ætlaði að vera að heiman alla nóttina. En þau urðu glöð, þegar hann kom heim aftur snemma um kvöldið. Þau sáu, að eitíhvað var að. Það dróst ekki orð úr drengnum, sem ann- ars var vanur að segja þeim fréttir af leikvanginum. Þau vildu ekki spyrja, því að hann var breyttur frá því, að hann fór að vinna hjá ömmu sinni. — Það var bezt að bíða, þar til hann byrj- aði sjálfur. Og það leið ekki á löngu, þar til hann sagði frá komu Mikaels á Mói. — Sagði Mikael virkilega, að lþrótta- félagið ætti ekki leikvanginn? spurði Lúðvik, þegar hann hafði hlustað á frá- sögn Áka. — Hann sagði meira, sagði Áki. — Idann sagði, að Iþróttafélagið í Bjarn- ardal væri ekki lengur til. Flestir félag- arnir væru farnir burtu eða dánir. — Jæja, ég lifi þó að minnsta kosti. Lúðvík frændi spratt á fætur til að sanna orð sín. — Hann lifir líka sjálfur. Við vorum báðir í íþróttafélaginu. Þvílíkur bullu- kollur að segja, að félagið sé ekki til. — En bíddu nú við. Lúðvík er óþekkjanlegur í dag. Hann hleypur yfir gólfið, tekur stigann í fá- um skrefum, og fer inn í herbergi sitt, kemur aftur þaðan með pappírsblað í hendinni. — Hérna er það. Ég vissi að ég geymdi það, sagði hann. — Það var gerður samningur, þegar við keyptum leikvanginn. — Mikael hefur sjálfur af- rit af honum. KAUPSAMNINGUR Undirritaðir haja orðið sarnmála um að gera ejtirfarandi samning: íþróttaféltagið í Bjarnardal haupir land aj Mikael á Mói. Þetta land á að nota sem leikvang fyrir íbáana í Bjarn- ardal og er á milli Bjarnár og Rauða- lœkjar, þar sem þau mætast. Önnur merki eru þrír steinar í liverju horni. Kaupverðið er 2000 krónur — tvö jmsund krónur. — Greiðsla jer ejtir hentugleikwm, eftir því sem félagið hef- ur efni á. En öll upphœðin á að vera greidd í síðasla lagi ejtir 20 — tuttugu ár — frá dagselningu samningsins. Bjarnardal, 21. júní 1934. Vegna seljanda: Mikael á Mói. Vegna kaupenda: Eiríkur í Stíflu, jormaður íþróttafélagsins. VORIÐ 131

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.