Vorið - 01.09.1967, Side 38

Vorið - 01.09.1967, Side 38
Vottar: Óttar á Gili. Kristján á Bakka. — Pabbi var formaður, segir Áki lágt. Lúðvík frændi lítur upp með glampa í augunum. — Ég man vel eftir þessu kvöldi, segir hann, — þegar við gerðum þennan samning. Mikael var sanngjarn og gekk aldrei fast eftir greiðslunni. — Það er skýring á framkomu hans nú. Það eru peningarnir, sem hann vill fá. Hann hefur fengið meiri áhuga fyrir þeim eft- ir því sem árin hafa liðið. — Sjáðu, segir Áki alil í einu. Hann bendir á blaðið, þar sem dagsetningin stendur. — 21. júní 1934! — Já, svo sannarlega! Því hafði ég gieymt, svarar Lúðvík. — Og í dag er 19. júní 1954. Tveir dagar eftir. Áki teygir úr heilbrigða fæt- irium og horfir í kringum sig. — Þá hefur Mikael gleymt dagsetn- ingunni, segir Lúðvík. — Eða hann hef- ur treyst því að enginn hefði þennan samning vísan. —- Hann þykist öruggur, þegar aðeins tveir daga eru eftir, segir Anna. — Þess vegna hindrar hann börnin í að byggja búsið. Þá hefði verið meiri fyrirhöfn að koma þeim burt. Anna er vön að endurtaka oft, þegar bún talar um eitthvað, sem er mikil- vægt, til þess að allir festi sér það í minni. — Jú, hann þykist eflaust öruggur, þar sem hann hefur sjálfan sýslumann- inn á bak við sig. Enginn getur útveg- að svo mikla peninga á einum eða tveím- ur dögum — álítur hann. Það er senni- lega rétt. Ég þekki hann Mikael. Hún segir margt fleira. Það er hún sem hefur orðið, en Lúðvík situr í djúp- up þönkum. Loks lítur hann upp, og það er eins og hann hafi tekið mikla ákvörð- un. Hann tekur peningaveskið upp og lætur tvo tíu króna seðla á borðið. — Það er enginn vandi að safna þess- um peningum, ef allir vilja leggja eitt- hvað fram, segir hann. Anna frænka vill ekki láta sitt eftir liggja, og áður en Áki háttar hefur hann fjörutíu krónur handa íþróttafélaginu. En enn vantar yfir sextán hundruð. Hvernig geta þeir fengið þá upphæð? Áki vakti og hugsaði um það mikinn hluta nætur. Eitthvað hlýtur hann þó að hafa sofið, því að Anna gat varla vakið hann um morguninn. Já, hann ætlaði til * ömmu, og þá glaðvaknaði liann. Nú var hann öruggur. Hann vissi, að þeir mundu sigra. Hann hafði fjóra tíu króna seðla í vasanum og samninginn með undirritun föður hans. í kvöld varð það að gerast. En fyrst þurfti hann að boða félaga sína á fund. Þeir gætu skipt Bjarnardalnum milli sín, — og reynt að fá peninga á hverjum bæ. Hann er enn að hugsa um leikvang- inn, þegar hann er kominn inn á skrif- stofuna hjá ömmu sinni. Og hann ætlar líka að reyna að fá nokkrar krónur hjá ^ henni. En hún 'hefur mikið að gera. Hún hlustar þó vel, þegar hún heyrir nafn Mikaels, að hann vilji selja leik- vanginn undir sumarbústað handa sýslu- manninum. — Þetta er líkt Mikael, segir hún. — 132 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.