Vorið - 01.09.1967, Side 41
hún, — svo að Mikael á Mói gæti feng-
ið ánægjuna af að telja jsá. — Voru það
sextán hundruð fjörutíu og níu krónur
°g nítíu og átta aurar?
Hún segir þetta meðan hún leggur
Peningana á borðið fyrir framan Áka.
•— Það er bezt, að ég láni ykkur alla
peningana. Það er þægilegra fyrir ykk-
ur að fá þá á einum stað. Eg veit, að
þið greiðið mér þá aftur með fullum
skilum. Mér þykir vænt um unga fólkið
í Bjarnardal. Svo hafið þið skemmtan-
ir og happdrætti og fáið þannig peninga
til að grciða mér. Svo fullgerið þið
búsið, iðkið knattspyrnu, stökkvið og
hlaupið. — En gerið þið nú enga vit-
leysu. — Mikael á Mói er kænni en ])ið.
En svo er það sýslumaðurinn ....
Hún telur peningana einu sinni enn.
— Sýslumaðurinn? Já, ég get vel unnt
honum að fá góðan blett, en ekki Móa-
grundirnar, því að þær á unga fólkið
að fá. Ekkert er of gott handa æskunni.
Annars flytur hún burt. — Og svo er það
faðir þinn, Áki. Hann var víst betri en
ég hélt. Og j)að er hans vegna, sem ég
lána ykkur þessa peninga, — þið skul-
uð minnast hans. Svo skaltu minnast
móður þinnar, því að þau voru sam-
stillt, og fórnuðu bæði jafn miklu. —
Þú skalt ekki heldur gleyma ömmu jrinni.
Ef til vill er hún betri en þú — eða þau
í Stíflu — álíta. Njóttu vel.
Hún ýtti peningunum til hans.
Hvað gat Áki gert annað en að taka
á móti? Jú, hann á að telja þá. Það er
venja. En allt rennur út í fyrir honum,
og hann sér varla annað en fimm hundr-
uð króna seðlana.
— Ég á auðvitað að gefa kvittun,
stamar hann.
— Auðvitað á Mikael að gefa þér
kvittun, og kvittunina áttu að geyma.
Hún staðnæmdist andartak lengur,
eins og hún ætlaði að segja eitthvað
meira, meðan Áki safnar saman pen-
ingunum. Nú veit hann ekki hvar hann á
að geyma þá. Hann reynir einn vasann
eftir annan. Að síðustu lætur hann þá í
vasa utan á skyrtunni. Það er eins og
hann álíti, að hafi hann þá svo nærri
hjartanu, muni liann ekki týna þeim.
Nú man hann eftir, að hann hefur
gleymt að þakka ömmu sinni fyrir, en
þegar hann snýr sér við, þá er hún á
leið út í búðina.
Framhald.
E. Sig. þýddi.
,1 Með tárin rennandi niður kinnarnar p
(• tilkynnti lítill drengur kennslukonu
I1 sinni, að það væru aðeins ein gúmmí- (•
d stígvél eftir í fatageymslunni. Kennslu- (*
* konan leitaði nú í öllum krókum og \
kimum að stígvélum litla drengsins, en \
gat ekki fundið þau, sem drengurinn i
var að leita að. Loks sagði hún, dauð- i
þreytt af leitinni: #
(* „Ertu alveg viss um, að þetta séu i
ekki þín stígvél?" V
■ „Já,“ svaraði drengurinn. „Mín voru \
. ( snjóug.“ i
]( Málafærslumaður og skósmiður sátu i
(l saman í lestinni. #
(• — Ef ég yrði svo óheppinn, að i
(* eignast heimskan son, sagði mála- t
*] færslumaður, — þá myndi ég láta hann f
■ verða skósmið. \
( — Jæja, svaraði skósmiðurinn. — \
(I Þér hugsið þá öðru vísi en faðir yðar. /
} t
VORIÐ 135