Vorið - 01.09.1967, Side 42
AÐ LOKNU PRÓFI
FYRRI ÞÁTTUR
Leikendur: Pallir=P. Kalli=K.
Leikurinn fer fram í forsal barna-
skóla að loknu prófi í sögu.
Sviðið er fyrst autt, þá kemur Palli
inn með blað í hendinni og virðist vera
að lesa það, er hann staðnæmist fyrir
miðju sviði. Kalli kemur sömu leið á
eftir og segir:
K: Þú slappst út á undan mér. Eg ætl-
aði mér þó að verða fyrstur.
P. (hrekkur saman, snýr sér við og fel-
ur blaðið aftan við bak). Nú, ert það
bara þú, Kalli?
K: Já, það er bara ég. En hvaða ósköp
lá þér á á undan mér?
P: Ég gat ekki svarað öllum spurning-
unum, svo ég fór bara.
K: Þá var ekki að undra, þótt ég yrði
á eftir þér, því ég svaraði öllum spurn-
ingunum, og ég býst frekar við því,
að ég hafi haft þær allar réttar.
P: Æ, mikið átt þú gott. Heyrðu, hérna
er ég með allar spurningarnar. Mig
langar að vita, hvernig þú hefur svar-
að þeim. (Sýnir Kalla blaðið).
K: Já, lestu þær bara.
P. (les): Hvað hafði Flóki marga hrafna
með sér til íslands og til hvers not-
aði hann þá?
K: Ég vissi náttúrlega ekki, hvað þeir
voru margir, en ég vildi vera viss um
að hafa þá nógu marga, svo ég skrif-
aði 500. Það lá náttúrlega í augum
uppi til hvers hann notaði þá, fyrst
hann hafði ekki hænsni. Þess vegna
skrifaði ég: „Hann lét þá verpa og át
þá síðan, og þannig hafði hann ný
egg og nýtt kjöt alla leiðina.“
P: Þetta getur varla verið rétt hjá þér.
Það er a. m. k. ekkert um það í ís-
landssögunni.
K: Það skiptir engu máli. Menn temja
ekki fugla til annars en láta þá verpa
eða éta þá.
P: Þá hef ég ekki svarað þessu rétt, því
mig minnti, að hann hefði notað þá
í staðinn fyrir áttavita.
K: Áttavita! Sá er nú góður: Að nota
hrafna fyrir áttavita! Mikill dæma-
laus grasasni ertu ævinlega. Auðvitað
hafði liann venjulegan áttavita í
brúnni hjá sér, annars hefði hann
aldrei komizt til íslands.
P: Já, eiginlega hlýtur það að vera. En
hvernig svaraðirðu næstu spurningu?
K: Ilvernig er hún?
P: Hvar komu öndvegissúlur Ingólfs að
landi?
K: Þær komu að Ondverðarnesi.
P: Að Öndverðarnesi? Það vissi ég
ekki. Ég hélt þær hefðu komið að
landi í Reykjavík.
K: Alltaf ertu sami þöngulhausinn. Þú
heldur að allt leiti til Reykjavikur.
Nei, karl minn, slíkt var ekki komið í
tízku þá. Það liggur svo í augum uppi)
að Öndverðarnés dregur nafn af því
að öndvegissúlurnar rak þar að landi.
Það er ekki að búast við því, að þér
gangi vel í prófum, þegar þér getur
136 VORIÐ