Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 43
aldrei dottiÖ neitt frumlegt í hug. Það
sem bjargar mér í prófum, er hvað
mér heppnast alltaf að geta snilldar-
lega í eyðumar. Eg þarf bókstaflega
aldrei að líta í bækur fyrir prófin.
P: Ég þori helzt aldrei að skrifa neitt,
nema ég sé viss um, að það sé rétt.
Eg er svo hræddur um, að það verði
hlegið að mér.
K: Það er ekki svo hættulegt, og sama
er mér, þótt hlegið sé að mér. En
hvernig er svo þriðja spurningin?
E: Hvers vegna drápust allar skepnur
Hrafna-Flóka fyrsta veturinn, sem
hann var ó íslandi?
K: Auðvitað úr mæðiveiki. Hún er
hvergi til nema á íslandi, svo að það
lá alveg í augum uppi.
E: Það er náttúrlega rétt hjá þér. Ég
mundi bara ekkert eftir henni, svo að
ég sagði, að þær hefðu allar drepist
úr hungri.
K: Já, ekki færðu mikið fyrir það svar.
K: Nei, það er sjálfsagt ekki. En svo
kemur hérna: „Hvað sagði Geirmund-
ur við Atla, þegar hann bjargaði
skipbrotsmönnunum ? “
K: Hann reifst heilmikið og sagði, að
Atla hefði ekkeit komið þetta við.
Hann hefði heldur átt að láta slysa-
varnarfélagið vita.
' : Heldurðu, að slysavarnarfélagið hafi
Verið til þá?
K: Auðvitað. Vitanlega hefur slysa-
varnarfélagið alltaf verið til. Ég veit
ekki, hvernig menn hefðu átt að kom-
ast af án þess.
• Mig minnti, að Geirmundur hefði
gefið Atla búið og frelsi.
K: Það var einhver allt annar karl, sem
gerði það.
P: Það er líklega rétt hjá þér, en þó
minnir mig endilega, að það hafi ver-
ið Geirmundur.
K: Það er eintóm vitleysa. En láttu mig
'hafa næstu spurningu.
P: Nefndu fjóra afreksmenn.
K: Ég var ekki í vandræðum með það.
Ég svaraði þeirri spurningu bara með
einu orði: Ég skrifaði „Bítlarnir.“
P: Nei, þetta getur ekki verið rétt hjá
þér. Það er ekkert getið um bítlana
í íslandssögunni.
K: Það getur vel verið, en miklir af-
reksmenn eru þeir nú samt.
P: Að vísu eru þeir miklir afreksmenn,
en samt held ég, að það hafi verið átt
við karla eins og Egil, Kára, Gunnar
og Skarphéðinn.
K: Það getur vel verið, að þú hafir eitt-
hvað fyrir þér í því, en mitt svar er
samt miklu sniðugra en þitt og þar aí
leiðandi fæ ég líka miklu meira fyrir
það.
P. (vantrúaður): Það getur verið.
K: Afram með smjörið.
P: Svo er spuit um, hvað Auður Vé-
steinsdóttir hafi gert við fé það, sem
Eyjólfur borgaði henni til að fram-
selja Gísla Súrsson.
K. (klórar sér í höfði): Ég rnundi það
ekki vel, svo ég sagði bara, að hún
hefði keypt sér ísskáp fyrir það.
P: Ertu nú alveg viss um að það sé rétt?
K: Ja....hvað hefði hún getað gert
annað þarfara við það?
P: Það veit ég svei mér ekki. Kannski
hefur hún bara skilað því aftur.
K: Ertu alveg frá þér! Menn skiluðu
VORIÐ 137