Vorið - 01.09.1967, Síða 44
aldrei því, sem þeir náðu í á þeim
dögum.
P: Kannski er það rétt hjá þér eins og
annað.
K: Já, það máttu vera viss um. En láttu
mig hafa meira.
P: Næst er spurt um ævilok Jóns Ger-
rekssonar.
K. (glaður): Já, ég mundi alveg, hvern-
ig það var. Möðruvallamenn settu
hann í poka og hentu honum í Núpá.
P: Þeir hentu honum í Brúará.
K: Ég held það skipti minnstu máli, í
hvaða á þeir hentu honum. Aðalatr-
iðið er, hvernig þeir losuðu sig við
hann. Mikið fjári var það snið-
ugt hjá þeim.
P: Já, það finnst mér líka. En svo kem-
ur hér áttunda spurningin: „Hvað
sagði Ólöf ríka, þegar hún sá mann
sinn dauðan?“
K: Það var það eina, sem ég vissi ekk-
ert, hvernig ég ætti að svara. Þá tók
ég það ráð að skrifa númerið á spurn-
ingunni upp á miða og halda honum
þannig, að Halli sæi það. Hann var
ekki lengi að átta sig á því, hvað ég
vildi og hvíslaði svo að enginn ann-
ar heyrði: „Ekki skal gráta Björn
Blöndal."
P: Björn Blöndal? Sagði hann ekki
Björn bónda?
K: Nei, hann sagði Björn Blöndal, en
skollinn má vita, hvað hann meinti
með því. Ég skrifaði það nú samt.
P: Þarna hefur þér misheyrzt, karlinn.
Hún sagði: „Ekki skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði.“
K: Það gerir þá ekki svo mikið til, því
ég er viss um, að öll hin svörin eru
rétt hjá mér. Ég ætti því að vera alveg
öruggur með að fá 9 á þessu prófi.
P: Það eru nú tvær erfiðar spurningar
eftir.
K: Já, láttu þær koma.
P: Hvers konar bækur björguðust helzt
úr bókabrunanum mikla?
K: Það voru bækur Guðrúnar frá Lundi.
P: Það er ekki rétt hjá þér?
K: Ja .... það er að segja. Það hafa
kannski bjargast eitthvað fleiri bæk-
ur, en bækur Guðrúnar hafa örugg'
lega bjargast, því þær eru allar til
heima hjá mér og mamma segir, að
þær séu bezlu bækurnar á heimilinu.
P: En það stendur í íslandssögunni, að
aðeins dýrmætustu skinnhandritin
hafi bjargast úr brunanum.
K: Já, það stendur alveg heima. Guð-
rún hefur vafalaust skrifað hækui'
sínar á skinn til að byrja með, og svo
hafa þær verið taldar til dýrmætustu
handritanna.
P: Eg trúi því varla, þvi Guðrún frá
Lundi er lifandi enn, og það er langt
síðan menn hættu að skrifa á skinn.
K: 0, blessaður vertu. Þær skrifa á alh
þessar kerlingar.
P: Jæja, síðasta spurningin er svona:
„Iivaða manni eiga íslendingar öðr-
um fremur sjálfstæði sitt að þakka?
K: Þessi spurning kom mér í Ijótan
vanda. Ég vissi að vísu, að það hlaut
að vera einhver úr Sjálfstæðisflokkn-
um. En hvort það var heldur Bjarni
Benediktsson eða Ólafur Thors, vat
mér ómögulegt að vita. Pabbi talar
oft um þá, en ég hef aldrei fylgzt svo
vel með því, að ég vissi við hvorn
þeirra var átt með spurningunni. Ég
138 VORIÐ