Vorið - 01.09.1967, Side 45

Vorið - 01.09.1967, Side 45
skrifaði seinast Ólaf Thors, en setti Bjarna Benediktsson þar aftan við, svona til vara, en hafði hann í sviga. Ef ég hefði ekki verið í þessum vandræðum með þá Ólaf og Bjarna, hefði ég orðið fyrstur út úr prófinu. Þú stóðst upp og fórst rétt í því, að ég var að setja svigann utan um Bjarna. (Barnaraddir heyrast). B: Nú eru hinir krakkarnir að koma. E: Já, við skulum flýta okkur burt, svo þau hitti okkur ekki hér. (Þeir hverfa út hinum megin á sviðinu). T jaldið. ANNAR ÞÁTTUR Leilcurinn fer fram á heimili kennarans. Leikendur: Kennarinn og faðir Kalla. Þegar tjaldið er dregið frá, situr kennarinn við skriftir með stóran bunka af blöðum í kringum sig. Dyrnar opnast snöggt og faðir Kalla snarast inn á gólf- ið. E. Hvað á það að þýða, að gefa syni mínum ekki nema 3 á prófinu? Ætl- astu kannski til þess, að hann sitji i bekknum næsta ár? K: Eins og nú horfir, lítur úr fyrir, að ekki verði hjá því komizt. E: En, hvað meinarðu með þessu? Drengurinn, sem veit alla skapaða hluti, fær ekki nema 3 í aðaleinkunn. E: Ég gaf honum það, sem hann átti skilið og kannski rúmlega það. E: Ég hef ekki heyrt aðra eins ósvífni. Ég hef aldrei gert neitt á 'hluta þinn, en samt vogarðu þér að h'emja þetta bölvað ranglæti. Ég heimta tafarlausa leiðréttingu á þessu, og þú verður að gjöra svo vel að biðja drenginn fyrirgefningar og skrifa handa honum nýtt prófskírteini, þar sem honum er gefið réttlátlega fyrir. K. (stendur upp): Ég var rétt áðan að segja þér, að ég gaf Kalla fyllilega það sem hann átti. Og ég vil ekki hafa, að hér ráðist inn óboðnir gest- ir með óbótaskönnnum. Þú skalt kynna þér betur frammistöðu Kalla á prófinu, áður en þú krefst breyt- inga á prófskírteininu hans. Að því búnu máttu koma aftur og tala við mig, en nú þýðir sýnilega ekki fyrir okkur að tala meira saman. (Bendir á opnar dyrnar). F: Ertu kannski að reka mig á dyr? (Lemur í borðið). Ég skal bara segja þér, að ég fer ekki ,fet, fyrr en þú hefur viðurkennt þína rangsleitni, skrifað nýtt prófskírteini og beðið okkur fyrirgefningar á framferði þínu. K: Ef þú hypjar þig ekki út á stund- inni, skal ég kæra þig fyrir ósæmilegt framferði og röskun á heimilisfriði. F: Og ég skal svo sannarlega kæra þig fyrir skólanefndinni, fræðsluráði, námsstjóra, hreppstjóra, sýslumanni, bæjarfógeta, fræðslumálastjóra og ráðherra, og að mér heilum og lif- andi skal ég sjá svo um, að þú verðir rekinn frá starfi með skömm og sví- virðingu og fáir aldrei framar starf sem kennari. (Steytir hnefana). K. (rólegri): Já, þú skalt reyna það. En ég vil bara spyrja þig, áður en þú ferð, hvað kernur þér til að álíta, að sonur þinn hafi staðið sig vel á próf- inu? VORIÐ 139

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.