Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 46

Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 46
F: Það kemur í ljós, þegar þú verður kallaður fyrir rétt. (Gerir sig líkleg- an til að fara). K: Þú hefur ekki séð úrlausnirnar hans Kalla á prófunum. F. (dokar við): Ég þarf þess ekki. Ég veit, að hann svaraði svo til öllum spurningum. T. d. svaraði hann öll- um spurningunum úr Islandssögu og hann álítur, að þar hafi í mesta lagi verið eitt rangt svar hjá sér, og samt gefur þú honum ekki nema einn fyrir, en Palli fékk 8, þótt hann svaraði litlu eða engu rétt. Þetta kalla ég rang- sleitni af verstu tegund og þú skalt svo sannarlega fá að borga fyrir hana. (Ætlar til dyra). K: Bíddu við. Hvernig veiztu þetta? F: Ég veit það vel, vegna þess að dreng- irnir báru saman svör sín að loknu íslandssöguprófinu. K: Og kom þeim saman um, að Kalli hefði svarað svo til öllu rétt, en Palli sama sem engu? F: Já, svo sannarlega kom þeim saman um það. K: Jæja, það vill svo vel til, að ég hef úrlausnir beggja drengjanna hér á borðinu hjá mér. (Leitar á borðinu og finnur blöðin, meðan hann talar). Og mér væri sönn ánægja að því, að þú vildir líta á þær, áður en þú ferð. Hérna koma spurningar úr íslands- sögu og hérna eru úrlausnir þeirra Kalla og Palla. (Réttir blöðin yfir borðið). Lestu þetta sem snöggvast. F. (hrifsar blöðin og fer að lesa. Reiði- svipurinn hverfur smám saman fyrir undrun og siðar kemur óttasvipur á andlitið. Étur upp): Mæðiveiki! — Slysavarnarfélagið? — Bítlarnir!!!! — Isskápur! — Björn Blöndal? —- Guðrún frá Lundi! — Og Ólafur Thors!! — Hamingjan hjálpi mér! (Missir blöðin og hnígur niður á stól). K: Jæja, hvað segirðu svo um þetta? (Ekkert svar). Já, ég skil vel, að þér lítist ekki á svörin, en ég gaf honum samt einn fyrir þau, vegna þess að það var margt sniðugt í þeim, þegar alls var gætt. Tjaldið. Angantýr Hjálmarsson. j TIL LESENDA: l Vorið þakkar öllum þcim, sem 7 greitt hafa órgjaldið skilvislega. — 7 Einnig þeim útsölumönnum, sem sent / hafa greiðslu fyrir þetta ór. T Blaðið vill endurtaka það, að 7 greiðslur ber að senda til Eiríks Sig- 1 urðssonar, pósthólf 177, Akureyri, og 1 tilkynningar um breytt heimilsföng. \ Uppsögn blaðsins er bundin við \ óramót. — ÚTGEFENDUR. \ BRÉFASKIPTI Óskum eftir bréfaskiptum við jafn- aldra einhversstaðar á landinu. Æski- legur aldur pennavina tilfærður í svig- um: Helga Ifalldórsdóttir, Brekkum III, Mýrdal, V.-Skaftafellsýslu. (11—13). Asa Valgarðsdóttir, Asi, Skagafirði (8—10). Hegranesi, Björg Guðmundsdóttir, Skógum, Flókadal, Borg. (11—13). - 140 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.