Vorið - 01.09.1967, Page 48
MARTEINN: En fyrst þeir vita, að það
er rangt að drekka og vilja hætta,
hvers vegna geta þeir það þá ekki?
KENNARINN: Af því að þeir eru veik-
ir. Áfengið hefur eyðilagt eitthvað í
sálarlífi þeirra. Þá bæði hungrar og
þyrstir í áfengi. Hafið þið ekki ein-
hvern tíma orðið sársvöng eða mjög
þyrst? Hvaða áhrif hefur það á ykk-
ur, þegar þið sjáið kökur, gosdrykki
eða annað, sem ykkur þykir gott?
Svipuð því, en þó miklu sterkari er
löngun ofdrykkjumannsins í áfengi.
Þörfin fyrir áfengi fær algert vald
yfir honum, og svo fellur hann fyrir
freistingunni.
EVA: Er hægt að hjálpa ofdrykkju-
mönnum til að hætta?
KENNARINN: Það er reynt að hjálpa
þeim á ýmsan hátt. Sumir þeirra eru
sendir í heilsuhæli, sem ætlað er áfeng-
issjúklingum. Þar fá þeir góðan að-
búnað, gott og næringarmikið fæði
og tækifæri til að vinna. Og sumir
læknast þar alveg. Það er talið ,að
nálægt þriðjungur af þeim, sem fara
í heilsuhæli, verði heilbrigðir. Ann-
ars er reynt að hjálpa þeim með fleiri
aðferðum.
ÁSLAUG: En hvers vegna byrjuðu þess-
ir ofdrykkjumenn að drekka?
KENNARINN: Því er erfitt að svara.
Ástæðurnar geta verið margar. Oft
stafar það af því, að þessir menn eru
að einhverju leyti óánægðir með
sjálfa sig. Sumir voru ef til vill ó-
ánægðir með útlit sitt, aðrir þjáðust
af feimni, sumum fannst þeir ekki
standa jafnfætis félögum sínum. Sum-
ir strákar byrja að reykja og drekka,
af því að þeir álíta, að stúlkunum
líki það betur.
ÓLAFUR: Ég þekki mann, sem drekkur.
Mamma hefur sagt mér, að hann hafi
byrjað að drekka, þegar unnusta
hans giftist öðrum.
KENNARINN: Sorgir, áhyggjur, von-
brigði og mótlæti í lífinu hafa mis-
munandi áhrif á menn. Á marga hef-
ur mótlætið þau áhrif, að það styrk-
ir hina góðu eiginleika í fari þeirra.
Þeir verða skilningsríkari, tilfinn-
inganæmari fyrir sorgum og erfið-
leikum annarra, og bæði í orði og
verki sýna þeir vimgjarnleik og góð-
vild. Það er eins og sorgin hafi kall-
að fram það bezta í þeim. Aðrir
verða harðir og hefnigjarnir, en sum-
ir bogna alveg við mikið mótlæti. Þeir
missa trú á sjálfa sig, gefast upp, og
142 VORIÐ