Vorið - 01.09.1967, Síða 49
svo flýja þeir erfiðleikana, til dæmis
með því að leita huggunar hjá flösk-
unni.
KlARTEINN: Bjuggust þeir, sem urðu
áfengissjúklingar, við því að verða
drykkjumenn, þegar þeir hyrjuðu að
drekka.
KENNARINN : Nei, þeir hvorki bjugg-
ust við því né óskuðu þess. Þeir, sem
voru beygðir af sorgum og mótlæti,
hugsuðu aðeins um að gleyma því.
sem amaði að þeim þá stundina. Og
sumir hugsuðu ef til vill á þessa leið:
Eg er svo heilbrigður og heilsuhraust-
ur og skal gæta hófs, og þá er ekkert
hættulegt, þó að ég drekki dálítið mér
til gamans.
KVA: En af hverju kemur það, að sum-
ir geta drukkið í hófi, en aðrir verða
áfengissjúklingar?
KENNARINN : Þetta er erfið spurning.
Eins og þið vitið, eru mennirnir ó-
líkir. Sumir hafa mikið mótstöðuafl,
en aðrir lítið. Sumir fá kvef, ef þeir
blotna í fætur. Aðrir geta verið blaut-
ir í fætur dögum saman án þess að
verða neitt meint af. Það lítur úr fyrir,
að sumir verði fremur þrælar áfeng-
isins en aðrir, og enginn veit fyrir
fram, hver það verður. Þess vegna er
það aldrei hættulaust að byrja að
drekka í hófi. Áður en menn vita af,
getur verið of seint að hætta. Við
getum haft veikleika gagnvart áfengi
án þess að vita af því. Að byrja að
dreklca áfengi er eins og að jara út á
ís, sem enginn veit, hve sterlcur er.
Það getur gengið vel, en alltof ofl
kemur ógæfan þar við sögu.
ÁSLAUG: Geta konur orðið áfengis-
sjúklingar?
KENNARINN: Já, talsvert margar kon-
ur eru áfengissjúklingar.
ÓLAFUR: Hvernig eru áhrif áfengis á
líkamann?
KENNARINN: Áfengið sameinast blóð-
inu frá þörmunum án þess að melt-
ast. Blóðið flytur svo áfengið til allra
fruma líkamans. Áfengið er eitur, og
eitrið hefur áhrif á frumurnar. Ekki
þola allar frumur jafnvel eituráhrif-
in, en verst þola taugafrumurnar þau.
Sumar af frumunum í heilaberkinum
hafa það hlutverk að stjórna hugsun-
um okkar og gjörðum. Einmitt þessar
frumur þola verst eituráhrif áfengis-
ins. Þess vegna þarf ekki nema til-
tölulega lítil áfengisáhrif til þess, að
menn missi stjórn á því, hvað þeir
hugsa og gjöra.
Framhald.
VORIÐ 143