Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 16

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 16
HJÁ LÆKNINUM PERSÓNUR: Lœknirinn, Litla kerling- in, frú Jónína, Kalli, sonur hennar, frú Pelrína, Anna Soffía, dóttir hennar. •—; LÆKNIRINN: Gjörðu svo vel að ganga inn kona góð. (Lítil kerling kemur inn og hneigir sig djúpt. Hún er með körfu). KERLINGIN: Góðan dag, góðan dag, kæri læknir. LÆKNIRINN: Hvernig líður þér í dag? KERLINGIN: Þökk kæri læknir, mér líður sæmilega, þó að ég finni svolítið til eins og ævinlega. LÆKNIRINN: Hvaða erindi áttu þá hingað? KERLINGIN (leysir klút ofan af körf- unni): Sjáðu, annar fóturinn er bólg- inn á kisu litlu, og líklega hefur eitt- hvað stungist upp í hann. LÆKNIRINN: Þá skaltu fara til dýra- læknisins. KERLINGIN: Hvers vegna það? LÆKNIRINN (hærra): Ég sagði að þú ættir að fara til dýralæknisins. KERLINGIN: Er læknirinn ekki svo lærður að hann geti læknað dýr? LÆKNIRINN: Heldurðu að ég hafi tíma til að lækna ketti? KERLINGIN: En lítið aðeins á fótinn, kæri læknir. (Lyftir fætinum á kettin- um). LÆKNIRINN: Sérðu ekki að kötturinn hefur fengið flís í fótinn? KERLINGIN: Nei,gleraugun mín broln- uðu og þá sé ég svo illa. LÆNIRINN (tekur litla töng og dregui' flísina út): Jæja, nú batnar honum fljótt í fætinum. Vertu sæl, kona góð. KERLINGIN: Þökk, kæri læknir. Og kisa litla þakkar líka. Vertu sæll. (Hneigir sig og fer. Frú Jónína kem- ur inn með dreng.) JÓNÍNA: Góðan daginn, Jæknir. Hneigðu þig fyrir lækninum, Kalli- (Kalli er með fýlusvip og felur sig bak við mömmu sína.) LÆKNIRINN: Hvað gengur að Kalla? JÓNÍNA: Það er eitthvað að höfð- inu á honum, því að hann gleymir öllu. LÆKNIRINN: Hverju gleymir hann? JÓNÍNA: Öllum hlutum. Hann gleymir að fara í skólann, nema einhver fylgJ honum. Hann gleymir bókunum sín- um og gleymir að lesa lexíurnar sín- ar. Ef ég sendi hann í búð, þá gleymii' hann hvað hann á að kaupa. 1 síðasta skipti keypti hann rúsínur í staðinn fyrir sápu. LÆNIRINN: Jæja, þetta er leiðinlegur sjúkdómur. (Bankar í höfuðið á hon- um og hlustar). Já, hljómurinn er ekki góður. Gaptu Kalli. Það er ekk- ert að hálsinum. Réltu út úr þér tung- una. (Kalli réttir út Úr sér tunguna.) LÆKNIRINN (hristir höfuðið): Hún lítur illa út. 158 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.