Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 25

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 25
gar'ð’ur. Þar er mikið ai' trjám og gras- flötum, blómum og tjörnum með lysti- bátum. Svo eru þar einkennileg liús, hringekjur og margs konar leiktæki. Þau fóru öll í eina hringekju, en ég beið. Við fengum kúlur og áttum að bitta í göt og fá verðlaun fyrir. Við börnin fórum í liringekju með þotum og sveifiuðumst hart í Jning. Næst geng- um við í speglasalinn þar sem allir vegg- ir eru speglar. Þar sýndist maður stund- um vera lítill og feitur, en hina stundina langur og mjór. Síðan borðuðum við í kínversku kránni og fórum því næst í bát, sem gekk fyrir þrýstilofti. Við stýrðum honum sjálf um tjörnina. A eftir þessu öllu vorum við látin Jivíla okkur á hótelinu iitla stund, en fórum síðan aftur í Tivolí. Þá lenlum við í draugagöngunum og gerðum alls konar hundakúnstir. 2. dagur. — DÝRAGARÐURINN Síminn hringdi næsta morgun kl. 7.20. Ég liafði vaknað klukkan sjö. Það var Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags íslands, sem hrjngdi, en hann var farararstjórinn í þessari ferð. Sveinn sagði mér að koma niður að borða. Ég flýtti mér niður og þar hitlumst við öll nema Mæja. En Sveinn fór á slúfana og kom aftur með Mæju. Svo fórum við öll út til að skoða dýragarðinn. Þar sáum við mörg dýr, sein mig hafði iengi lang- að til að sjá, svo sem hina hálslöngu gíraffa. Þarna voru líka úlfar, selir og sæljón, og bavianar. Þessum dýrum gáf- um við að borða. Sæljón synda mjög vel. Svo gekk ég lengra og sá hlébarða. Ég sá líka geitur og litlar dverggeitur og fékk að fara inn til þeirra. Þær voru afar skennntilegar, sérstaklega litlu geit- urnar. Svo sáum við hreindýr, buffla og fallega bröndótla sebrahesla. Á öðrum Birnirnir skoðaðir. VORIÐ 167

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.