Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 9
HANNES J. MAGNUSSQN:
SYSTKININ I SÓLEY
Framhald.
2. EIN HEIMA.
bað var farið snemma á fælur í Sóley
næsla morgun, því að ýmsu þurfti að
sinna. Gestur ætlaði að flytja ýmsar
vörur í kaupstaðinn til að leggja þær
inn í kaupfélagið. Hann átti til dæmis
nokkra pakka af þurrkuðum saltfiski,
sem liann þurfti að koma frá sér. Þá ætl-
aði hann einnig að leggja inn ullina af
fénu sínu, nokkur kílógrömm af smjöri
og fáein selskinn. Það tók nokkurn tíma
að bera þetta allt úl í „Svöluna“, þó að
hörnin hjálpuðu til eins og þau gátu.
Veður var gott, sólskin og dúnalogn,
SVO að það leit út fyrir, að dagurinn
ællaði að verða góður. Móðir þeirra tók
til mat handa þeim, að minnsta kosti lil
dagsins. Annars sagði Dóra, að það væri
óþarfi. Hún gæti vel eldað ofan í þau
þessa daga. Og það hefði hún vel gelað
gert, því að Dóra var mesla myndar-
stúlka.
Loks voru þau hjón tilbúin til hrott-
ferðar. Halla var í peysufötunum ín-
um, en utan yfir þau fór hún í síða kápu.
Gestur fór í sjóklæðin sín eins og hann
var vanur, en var þó vel búinn hið
innra.
Börnin stóðu öll á litlu bryggjunni,
þegar foreldrar þeirra lögðu frá landi
og veifuðu til þeirra á meðan báturinn
var enn í nánd. En síðan gengu þau öll
upp á Borgina og ætluðu að fylgjast
með „Svölunni“ á meðan hún var í aug-
sýn. Skyggni var ágætt, svo að þau sáu
til ferða bálsins ótrúlega lengi, en loks
hvarf hann þeim með öllu, þegar lága
eyju bar á milli.
Móðir þeirra liafði mjólkað kýrnar
áður en hún fór, svo að börnin þurftu
ekki að sinna mjöltum þennan morgun.
Þau hófu því sinn gamla leik með hús-
dýrin sín sunnan í Borgarbrekkunni.
Þau þóttust nú smala öllu fénu til rún-
ings, því að þetta var einmitt á þeim
tíma, en það tók langan tíma því að féð
var margt. Þegar rúningi var loks lokið,
ráku þau allt féð á afréttina til sumar-
dvalar þar í frelsi fjallanna.
Þegar þessu annríki var lokið í bráð-
ina, settust þau niður sunnan í brekk-
unni og tóku tal saman.
„A ég að segja ykkur, hvað' mér datt
í hug í morgun, krakkar?“ sagði Einar
talsvert ibygginn.
„Já, gerðu það, ef það er eilthvað
merkilegt,“ sagði Dóra.
„Merkilegt, ég er hræddur um það.
Eg liugsa, að ykkur hafi aldrei dottið
neitt jafnsnjallt í hug,“ sagði Einar og
var enn leyndardómsfuilur á svip.
„Láttu okkur þá heyra þessa merki-
legu hugdettu þína,“ sagði Dóra.
„Takið þið þá vel eftir,“ sagði Einar.
VORIÐ 151