Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 10

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 10
„Mér datt í liug að við fengjum skekt- una hans pabba og rerum úl í Lundey, af því veðrið er svo gott. Hvernig lízt ykkur á þelta?“ „Mér lízt vel á þetta,“ sagði Svanur. „Eg er hræddur um að það verði leið- inlegt að banga hér í dag.“ „Hvað segir þú, Dóra?“ spurði Ein- ar. „Jú, ég held, að þetta geti orðið dálít- ið gaman,“ sagði Dóra. „Við höfum farið þangað áður. Ætli það sé nema svona fimmtán mínútna róður?“ „Nei, það er ekki meira,“ sagði Ein- ar. „Og sjórinn er eins og spegill í dag.“ „Við getum kannski fengið okkur nokkrar pysjur,“ sagði Svanur. „Það er svo langt síðan lundinn verpti, að ungarnir fara bráðum að skríða út úr holunum.“ „Og svo gætum við týnt nokkur kríu- egg í matinn,“ sagði Svanur. „Það er nú lítill matur í kríueggjum,“ sagði Dóra. „Það munaði þá heldur eitt- hvað um að fá nokkur æðaregg.“ „Það má ekki taka æðaregg,“ sagði Svanur. „Jú, við megum vel fá okkur í matinn af því að pabbi á eyna,“ sagði Dóra. „Er það ekki, Einar?“ „Jú, það held ég,“ sagði Einar. „Svo höfum við með okkur mat,“ sagði Dóra, „og prímus og hitum okkur kakó.“ „Heyrið þið, hvað húsmóðirin seg- ir?“ sagði Svanur. „Mér lízt annars vel á þetta. Þetta verður eins og nokkurs konar útilega.“ „Já, þetta verður stórfínt,“ sagði Ein- ar. „Við höfum með okkur brauð og mjólk, eina eða tvær flöskur, og eina flösku af vatni, ef við verðum þyrst. „Ég skal hita kakóið, ef þið sjáið um að hafa prímusinn með. Þið verðið að sjá um, að hann sé ekki galtómur, strák- ar.“ „En ættum við ekki að hafa tjaldið okkar með?“ spurði nú Svanur. „Jú, alveg sjálfsagt. Við höfum tjald- ið með,“ sagði Einar. „Þetta var sniðug hugmynd hjá Svani. „Annars held ég, að það rigni ekki í dag, en það getur verið mýbit, og þá er gott að liafa tjald- ið.“ „Svo drukkum við kakóið okkar inni í tjaldinu,“ sagði Dóra. „Eigum við að líta á skektuna, Svan- ur?“ sagði Einar. Dóra getur tekið til matinn á meðan?“ „Já, við skulum gera það,“ sagði Svanur. Svo hlupu þeir niður að víkinni þai sem skektan var bundin við staur í fjörunni. En það kom stundum fyrir að faðir þeirra þurfti að róa út í Kríu- hólma eftir kúnum, þegar hann fylgdist ekki nógu vel með aðfallinu. „Ég held að skektan sé í bezta lagi,“ sagði Einar. „Það þarf ekki einu sinni að ausa hana. Þarna voru báðar árarnar og austurstrogið. Nei, það vantaði ekk- ert. Þarna lá líka gamall færi í skulnum. Það mátti liggja þar. Þetta gat orðið bezla skemmtiferð og stytti daginn. Hann gat orðið nógu langur samt. Dag- arnir voru ofl svo langir, þegar pabbi og mamma voru ekki heima. Það kom raunar ekki oft fyrir. Drengirnir hlupu nú heim aftur og sögðu Dóru, að allt væri í lagi með bátinn. Síðan fóru þau að búa sig af 152 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.