Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 20

Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 20
Pabbi bans Dóra hafði hlustað á sam- talið. Hann sagði nú: „Verum óhrœdd. Bg ætla að ná í stóra mótorhjólið mitt með hliðarkerrunni og bruna austur, og vita hvort ég get ekki fundið drenginn okkar.“ Mamma varð strax rólegri við þessi orð. Síðan fór pabbi upp á loft og náði í mótorhjólahjálminn sinn og hlífðargler- augun, því allir, sem ferðast á mótorhjóli eiga að bera slíkt. Svo fór hann og náði í stóra hjólið sitt, sem hann geymdi úti í garði. Brrrr heyrðist í mótorhjólinu, þegar pabbi setti það í gang. Síðan kyssti hann mömmu á kinnina og brunaði svo af stað. Pabbi ók ógurlega hratt, en það kom ekki að sök, því gleraugun hlífðu svo vel. Og það leið ekki heill klukkutími þar til hann var kominn austur á Þingvöll. Þeg- ar pabbi kom að staðnum, þar sem krakk- arnir höfðu verið að tína berin fyrr um daginn, stanzaði hann hjólið og steig af baki. Síðan fór hann að leita að Dóra sínum. Hann gekk fram og aftur, en af því að það var farið að dimma töluvert, gekk honum ekki eins vel og ef bjart hefði verið Allt í einu nam pabbi staðar. Hvað var þetta, sem hann sá þarna fyrir framan sig? Það var skór. Hann tók skóinn upp og skoðaði hann, og þá þekkti hann strax, að þetta var annar skórinn hans Dóra litla. Pabbi gekk nú áfram og skimaði vandlega í kringum sig, því hann bjóst ekki við að Dóri hefði farið langt, skó- laus á öðrum fæti. Þar hafði pabbi hans á réttu að standa. Iiann hafði ekki geng- ið lengi, þegar hann kom að lítilli laut. Og hvað sá hann þá? Hann sá drenginn sinn liggja þar sofandi. Pabbi gekk hægt nær Dóra litla og tók hann ósköp varlega UPP> því hann vildi ekki vekja hann. Dóri um'laði dálítið í svefninum, en vakn- aði ekki. Síðan gekk pabbi til baka, með Dóra litla í fanginu. Þegar hann kom að mótorhjólinu, lagði hann Dóra varlega í hliðarkörfuna og brunaði svo af stað aft- ur til Reykjavíkur. Dóri litli svaf alla leiðina, og hafði ekki hugmynd uin að hann hefði fundizt. Það er hægt að ímynda sér, hve glöð hún mamma hans Dóra varð, þegar hún sá pabba koma á mótorhjólinu, því hún þóttist vita, að pabbi myndi ekki koma aftur heim, án þess að hafa fundið Dóra. Hún kom hlaupandi út úr húsinu að hliðarvagninum En þá sagði pabbi: „Uss, við skulum ekki vekja hann.“ Svo tók hann Dóra varlega upp og bar hann inn í húsið. Þar háttaði mamma hann, og fór eins varlega að því og hún gat, svo að hann vaknaði ekki. Þegar hvin hafði lokið því, var Dóri lagður í rúmið sitt. Og svo leið nóttin. Snemma næsta morgunn vaknaði Dóri. Iíann var ekki búinn að opna augun, heldur settist upp í rúminu, háskælandi. Iiann hélt nefnilega, að hann væri ennþá týndur austur í Þingvallasveit. „Pabbi, mamma,“ grét hann. Svo opnaði hann augun hægt. Hvað var þetta? Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hann var alls ekki neitt týndur austur í Þingvailasveit, heldur var hann heima í bólinu sínu. „Mamma, pabbi!“ hrópaði hann upp yfir sig, alls hugar feginn. „Bg er kom- inn heim.“ Pabbi hans og mamma höfðu verið vöknuð og komu nú hlaupandi inn til hans Ó, hvað honum þótti gott að sjá þau aftur, og hann faðmaði þau að sér. 128 VoRIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.