Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 30

Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 30
Áframl Áframl og góðum Frakka sæmdi, en einhvern vcginn urðu öll gamanyrði hans hljómlaus og dauf. „Ég held, að gamanyrði mín hafi gegnblotnað eins og ég sjálfur/ ‘ sagði hann andvarpandi. Oft hafði verið þörf á því á þessu ferðalagi að mega flýja í arma svefnsins og gleyma þar öllum sorgum og áhyggjum, en sjaldan hafði verið meiri þörf á því en nú. Það ætlaði þó ekki að ganga vol að þessu sinni. Það brakaði í hverju tré í kofahrófinu, og við hverja vind- hviðu lók hann allur á reiðiskjálfi. Hestarnir báru sig illa fyrir utan, og húsbændum þeirra leið litlu betur. Loksins tókst þó öllum að festa blund. Róbert sofnaði fyrst með liöfuðið við öxl Glenvans. Og eftir litla stund voru allir í fastasvefni. Nóttin leið án þess nokkuð bæri til tíðinda. Snemma næsta morgun vakti Toka alla kofabúa með því að frýsa tröllslega og borja fótunum í kofavegginn. Kofabúar voru þakklátir fyrir þessa hugulsemi, risu á fætur og lögðu sam- stundis af stað. Það var hætt að rigna, en vatnið hafði ekki sjatnað, heldur safnazt saman í öllum lægðum og myndað þar hyldjúpar torfærur. Paganel rakti sundur landabréf sitt og komst að þoirri niðurstöðu, að þær tvær ár, sem taka við öllu vatnsrennsli sléttunnar, hofðu runnið saman í eitt fljót, margra mílna breitt. Það lá því á að geta hraðað förinni sem most mátti. Líf þeirra allra var í hættu. Hvar var griðland að fá, ef flóðið yxi enn? Hvergi var að sjá nokkra hæð, svo langt, sem augað eygði. Um klukkan tíu fyrir liádegi fór Toka að ó- kyrrast. Hann sneri sór hvað eftir annað í suð- ur, hneggjaði með sívaxandi ákefð, nasirnar voru útflenntar, og augun skutu ægigneistum. Hann prjónaði og stappaði niður fótunum á víxl, svo að Talkave átti fullt í fangi með að hafa hemil á honum. „Hvað er að hestinum Toka?“ spurði Pag- anel. „Hefur blóðsuga bitið hann?“ „Nei,‘ ‘ mælti Indíáninn. „Pinnur hann til yfirvofandi hættu?“ „Já.“ „Hvaða hættu?“ „Það veit ég ekki.“ En þótt augað sæi ekki hættu þá, sem Toka skynjaði, gat þó cyrað greint liana. Úr fjarska heyrðist einhver þungur niður, sem virtist fara vaxandi. Yindurinn jókst og bar með sér þóttan regnúða. Puglarnir hófu sig tíl flugs, og virt- ist þeim liggja mikið á, eins og þeir væru að flýja yfirvofandi hættu. Hestarnir fundu nú í fyrsta sinn til hins vaxandi straumþunga vatns- ins, og andartaki síðar heyrðist óskaplegur liá- vaði úr suðri. Tryllingsleg hnegg og öskur blönd- uðust saman, og um hálfri mílu sunnar sáust ódæma miklar lijarðir á flótta í ofboðslegri skelfing. Yegna vatnslöðursins, sem dýrin þeyttu upp á flóttanum, sást ógreinilega, hve fjöldinn var mikill. En mörg hundruð hvalir hefðu ekki getað rótað upp meira vatni en þessi trylltu dýr gerðu á flótta sínum. „Áfram! Áfram!“ kallaði Talkave hátt og skipandi. „Hvað er hér í vændum?“ spurði Paganel. „Vatnsflóð," svaraði Talkave, um leið og hann knúði hest sinn sporum og sneri í noröur- átt. „Vatnsflóð!“ hrópaði Paganel og reið á eftir Indíánanum. Það mátti ekki seinna vera. Úr suðri kom 138 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.