Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 6

Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 6
Davíð Stefánsson gerðist brátt vinsæll og afkastamikill rithöfundur. Hver ljóða- bókin rak aðra: Kvæði (1922), Kveðjur (1924), Ný kvæði (1929), í byggðum (1933), Að norðan (1936). Svo liðu ellefu ár, þar til hann sendi frá sér ljóðabók, Ný kvæðabók (1947), þá Ljóð frá liðnu sumri (1956), í dögun (1960) og að lok- um voru gefin út Síðustu ljóð (1966). En Davíð fékkst við fleira en ljóða- gerð, hann samdi m. a. f jögur leikrit: Munkarnir á Möðruvöllum (1925), Gullna hliðið (1941), Vopn guðanna (1944) og Landið gleymda (1953). Þá samdi hann skáldverk um Sölva Helgason í tveim bindum, sem ber nafnið Sólon Islandus (1940), og auk þessa hafa verið gefnar út ræður hans Og ritgerðir í bók, sem ber heitið Mælt mál (1963). — Með þessum fögru bókmenntum, sem svo miklar voru jafnframt að vöxtum, aflaði hann sér þeirrar viðurkenningar að vera talinn höfuðskáld ný-rómantísku stefnunnar hér á landi á þriðja og fjórða tug aldarinnar og jafnframt í hópi þjóðskálda. Ekki mun hér verða gerð tilraun til þess að skýra eða rekja skáldskap Davíðs Stefánssonar, þó skal það fullyrt, að Davíð var fyrst og fremst skáld fegurð- arinnar, skáld vorsins og ekki sízt skáld frelsisins. Hans eru orðin: „Fegursta vísan um voriS er vísan um fræið í moldinni/‘ Og á öðrum stað bætir hann við: „Ég vissi þaS og veit það enn, aö voriö alla bætir.“ Lífsviðhorfi sínu sem skáldi lýsir hann í hnotskurni á þennan veg: „Allir, sem verðskulda að nefnast skáld, unna þjóð sinni, vilja frelsi hennar og annarra, en hata ofríki og kúgun. Þess- Davíð Stefánsson vegna hlýtur það að vera eðli skáldsins að vilja göfga og bæta, fegra og friða.“ „VerSi frelsið liætt og hataS, hefur þjóSin öllu glataS." Þjóðerniskennd og átthagatryggð Davíðs er rík, enda þótt hann væri víðförull og að öðrum þræði heimsborgari, þá sagði hann samt: „Hvar sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim í Fagraskóg.“ Fyrir æsku landsins brýndi hann gildi þjóðlegra verðmæta: „Nýja kynslóS eggja onn íslands fyrstu landnámsmenn.' ‘ Og í Mœltu máli orðaði hann það svo: „Kennið börnunum að elska íslenzka fánann, því hann er hið heilaga tákn, tákn frelsisins, sem verða skal arfhlutur og aflgjafi íslenzku þjóðarinnar til hinzta 114 VORIP

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.