Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 13

Vorið - 01.08.1971, Blaðsíða 13
annað. Þau spurðu ekki um meira. Óli lauk við heimaverkefnin og fór út að leika sér; hann hafði mörg járn í eldinum. Hann renndi sér á sleða og lék sér á skaut- þegar ísinn var traustur. Hann var varkár í öllum vegarbeyjum, það hafði hann lært. Og honum fannst mjög gam- an, þar til hann heyrði köll félaganna: „Halló, Kínverji, komdu fljótt! Við er- um að fara í snjókast!11 Þá var ekki gaman lengur. Haun hefði getað sagt þeim hvað pabbi sagði, að Kín- verji væri alveg eins góður og Norðmað- ur, en það var ekki til neins. Að vera Kínverji í Noregi, var ekki sama og að vera Kínverji í Kína, í því lá mismunur- inn. En þannig hafði þetta gerzt í skólanum: „Er hér nokkur, sem getur lesið upp- hátt í dag,“ spurði kennarinn og leit upp úr stafrófskverinu. „Ég get það,“ sagði Óli og rétti upp höndina. „Eg líka,“ sagði Berta og rétti upp einn fingur. „Ég get stafað,“ sagði Tommi. En þá hrosti kennarinn. „Við skulum reyna Bertu fyrst,“ sagði hann. Eerta las sæmilega, en hún hafði lesið það áður, og kunni það næstum utanbók- ar. „Þökk fyrir,“ sagði kennarinn. „Þetta var ágætt. Svo tekur Óli við.“ „Ég get lesið allt. stafrófskverið," sagði Óli. „Geturðu það?“ sagði kennarinn hissa. ”Þá getur þú ef til vill lesið heilt ævin- týri ‘ „Það get ég eins og að drekka,“ sagði Oli 0g fletti upp á Rauðhettu og úlfinum. Hann las eins vel og nokkur prestur, Vorið stamaði örlítið einu sinni, vegna þess að sagan var svo æsandi. Svo las hann allt ævintýrið, en kennarinn sat og starði á hann. „Þetta var vel af sér vikið,“ sagði hann. „Kærar þakkir, Óli. Þú mátt setjast.“ Þetta endurtók sig í nokkur skipti. Óli gat lesið hvar sem var í stafrófskverinu. En einu sinni þegar kennarinn sat og starði á hann og hlustaði, staðnæmdust augu hans á bókinni. Hann starði og starði. Jú, þetta var alveg rétt. Óli hélt á öfugri bókinni! Þetta var skrýtið, hugsaði kennarinn. En hann vildi ekki segja neitt, ef Óli hefði lært utan að alla bókina til þess að geta státað af að vera sá dugleg- asti í bekknum. Kennarinn lét hann ljúka við verkefnið og gekk svo niður að borð- inu til hans. „Geturðu lesið eitthvað annað?“ spurði kennarinn. „Það get ég vel,“ sagði Óli. „Heldurðu að þú getir lesið úr lesbók þriðja bekkjar?“ „Já-já, það get ég áreiðanlega,“ svaraði Óli. Kennarinn sótti lesbók úr borði sínu, fletti upp á kafla um Harald hárfagra, og bað Óla að lesa hann. Óli las kaflann, en ekki eins hratt og í stafrófskverinu. „Þetta var skrýtið,“ sagði kennarinn. „Hvað er skrýtið?“ spurði Óli. „Geturðu snúið bókinni við, Óli?“ spurði kennarinn. Óli sneri bókinni við, en þá fann hann ekki hvar hann liætti áður. Þá náði kenn- arinn í stafrófskverið og bað Óla að lesa í því, en kennarinn sneri bókinni eins og hann var vanur að lesa, en það fannst Óla að væri öfugt. „Má ég ekki snúa henni við,“ spurði Óli. 121

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.