Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 8
Vinnustofa Thorvaldsens í Bóm.
arinnar, er þeir litu hann. Danska skáld-
ið Carsten Ilanch segir:
„Bftir að ég kynntist Islendingum,
skildi ég, hví Thorvaldsen var svo fáorð-
ur og gagnorður. Þetta er kynfylgja
hans frá íslenzkuin forfeðrum, þeir höfðu
vanið sig á að skyggnast um gættir og
tala fátt og voru þó ekki myrkir í máli.
Þeim var einnig farið líkt og Thorvald-
sen, að þeir sýndu fremur í afrekum en
orðum, hvað innra bjó.“
16. janúar lagði Thorvaldsen af stað
frá Möltu til Tripolis og þaðan á opnu
skipi til Palermó á Sikiley, síðan til
Napóli og að lokum til Rómar.
Pátt segir af ferðinni til Rómar, því
að dagbókinni lýkur áður en þangað er
komið. Bn enginn vafi er þó á því, að
hann kom til „hinnar eilífu borgar“
þann 8. marz 1797, því að síðar, er hann
var spurður að því, hvenær hann væri
fæddur, sagði hann jafnan í gamni, að
sér væri ókunnugt, um það, en hitt vissi
hann, að hann hefði komið til Rómar
þann 8. marz. Það var rómverski afmælis-
dagurinn hans, þá fannst honum hann
hafa fæðst inn í nýja tilveru, tilveru list-
arinnar.
Róm var á þessum tímum miðstöð
klassískrar og vestrænnar menningar.
Allar leiðir lágu til Rómar, allt frá dög-
um keisaraveldisins til páfans. En Thor-
valdsen sótti illa að. Það voru byltingar-
tímar í Róm. Stormasamt var í stjórn-
málunum og páfaríkið að hrmii komið.
—- Ilairn kom þangað fátækur og vhia-
fár. Ilann lýsir aðkommini þannig:
„Nú var ég kominn þangað og sá
hvernig Fransmennirnir (hermenn Napó-
leons) þrömmuðu af stað með lista-
verkin, og kunni ekkert tungumál nema
dönskuna og þjáðist svo af heimþrá, að
mér var næst skapi að snúa heim aftur,
og hygg ég, að ekkert hafi verndað mig
frá því annað en óttinn við, að ég yrði
mér til atlilægis fyrir. Smám saman
kymitist ég fleirum í borginni, án þess þó
að ég tæki til starfa. Langur tími leið
áður en úr því varð.“
Hann eignaðist þó brátt vini og hjálp-
arhellur, fyrst og fremst samlanda sína,
Georg Zoága og listmálarann Asmus Jac-
ob Carstens. Zoága var hámenntaður
maður, gáfaður og talinn valinmenni að
hjartalagi. Hann hafði skrifað stórfróð-
legar bækur um gríska list og rómverska.
Ilann var frábær tungumálamaður.
Talaði hann, auk móðurmálsins, þýzku,
ensku, frönsku, ítölsku, latínu og grísku
og var talinn betur að sér í forn-egypzku
en nokkur annar samtíðarmaður hans.
Þeir voru mjög ólíkir menn Zoága og
Thorvaldsen. — Annar var maður
skynseminnar, heilans, hinn tilfinning-
anna, hjartans. — Þó tókst með þeim
vinátta, þótt þeir hafi vafalaust stund-
um orðið þreyttir hvor á öðrum. Enda
er haft eftir Zoága:
„Ég krefst þess ekki, að listamaður sé
lærður maður, vil það ekki einu sinni,
en svolitla þekkingarglætu verður hann
þó að hafa á nöfnum og þýðingu þess,
152
VORIÐ