Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 16

Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 16
heimsborginni miklu, og aldurinn færðist yfir. Honum var það og sjálfum ljóst og gerir árið 1830 arfleiðsluskrá, þar sem hann ákveður að gefa Kaupmannahafn- arhorg listaverk sín „til eflingar listum og vxsindum í Danmörku“, aðrar eignir hans áttu að renna til þjóðbankans danska og dóttir lians að fá rentur af og hennar afkomendur. — Listaverkin áttu að flytjast til Kaupmannahafnar ásamt Thorvaldsen með freigátrmni Róta, sem kom til Livorno á Ítalíu í júlímánuði 1838 Um miðjan september var skipiö komið í mynni Eyrarsunds, og þar varð Thorvaldsen fyrir þeirri óvæntu gleði að sjá norðurljós. — Enn tók Thorvaldsen til starfa á Charlottenborg. Vorið 1839 voru gipsmyndirnar í Frúarkirkju tekn- ar niður og marmarastyttur settar í stað þeirra, og í sama mund var skírnarfont- urinn vígður í dómkirkjxmni í Reykja- vík. í júní 1839 fluttist Thoi-valdsen til vinafólks síns í Nysö. Þar leið honum vel í faðmi fjölskyldu, er leit á hann sem gamlan og góðan afa, sem þó var það ern að hann tók að iðka sund í sjónum, sem hann hafði ekki gert í ein tuttugu ár. Þeir heimsóttu hann þangað hinir gömlu vinirnir og aðdáendur: Oehlens- chláger, H. C. Andersen, Haueh, Inge- mann og Henrik Steffens og Grundtvig. — Thorvaldsen hafði mikið dálæti á H. C. Andersen og sagði stundum við hann, er hann var gestkomandi í Nysö. „Fáum við krakkarnir að heyra eina sögu í kvöld ‘ Eftir þetta ferðaðist Thorvaldsen nokkuð og vann enn mikið, en þó tók að hylla undir ævikvöldið. Árið 1844 gekk í garð, og heilsa hans fór hrörnandi, þót.t af bráði stundum. Þann 20. marz leið honum illa og kvartaði um brjóstverk, en vildi þó ekki láta sækja lækni. 24. inarz snæddu þeir hádegisverð hjá hon- um vinir lians, Oehlenschláger og II. C. Andersen. Svo fór hann í Konunglega leikhúsið. Rétt áður en tjaldið var dreg- ið frá beigði hann sig niður, en hóf sig ekki aftur í sætinu. Ilann var borinn út úr salnum. — Hann var dáinn. Iljarta liins mikla listamanns bærðist ekki leng- ur. Einn ágætasti sonur Islands var genginn til feðra sinna. Þetta var sunnu- daginn 24. marz 1844. Úr þalcklcarljóði frá Jónasi Jlallgrímssyni til AXberts Thorvaldsens, er hann gaf íslandi skxrnarfontinn. Sjáið liér fegursta friðarmynd — blíða Maríu með barnið á skauti; liallast að góðrar guðsmóður knjám ungur Jóhannes og ástarblíður. Sjáið ánni í allra manna lausnara ljúfan og líknar-skæran skírn að skírast, áður skepnu sína guði vinni, þá er glötuð var. Sjáið enn fremur ástvin beztan barnanna ungu, er liann blessar þau; „leyfið þeim' ‘, segir hinn líknarfulli „öllum hjá mér atlivarfs að leita“. Upphaf og endir Jcvœðis, sem Jónas Eallgrímsson orti til AVberts Thorvaldsen: I höfum norður við himin gnæfir eyja ísi skyggnd og eldi jirungin. Þar rís liin fagra feðra þinna móðurmold úr marar skauti. Og þó und sólu suðurlieima eyðir þú ævi að alföðurs vild, ann þér um aldur ísafoldar sonur og dóttir, meðan sær dunar. 160 VORIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.