Vorið - 01.12.1971, Blaðsíða 41
r
BEBA JOKA
og töfrarokkurinn
---------------------i
Lengst inni í þéttasta frumskógi gamla
Rússlands, mitt á litlu, opnu svæði, stend-
ur gamall bjálkakofi, sem hringsnýst
hljóðlega á mjóum fæti. Kofinn heitir
Hringver, eins og allir vita, bústaður
Bebu Jóku, grimmustu galdranornar í
heimi.
Hinum megin í sama skógi í hæsta
fjallinu er hellir, miklu dýpri en inn að
miðju jarðar. I þúsund aldir hefur hell-
irinn verið bólstaður Bogga, hins forna
og góða frænda hennar Bebu Jóku. Þó að
Boggi sé voldugur galdrakarl sjálfur, þá
vill hann frekar lifa kyrrlátu lífi meðal
maura og dropasteina, því hefur töfra-
máttur hans dálítið ryðgað af notkunar
leysi síðastliðna öld.
Einn morgunn, þegar afar kalt var í
veðri, sat Boggi í hnipri við arineldinn í
helli sínum. Iiann liafði sveipað gömlu
teppi um axlir sér. Nú var þetta teppi
°rðið slitið og lítið skjól í því, en það
hafði einu sinni verið frábært. Þræðirnir
1 því voru fínir eins og silki og eins mjúk
IJ' og fislétt ský. Það var ekki þyngra en
vængur á fiðrildi, en veitti meiri hlýju
en sólskin á sumardegi. Samt sem áður
var það orðið slitið og þunnt, vegna
stiiðugrar notkunar.
Boggi starði þungbúinn á flöktandi
eldinn. Þetta gamla teppi er dálítið nota-
Vorið
legt. fyrir gömlu beinin mín, hugsaði
hann dapur. Galdrakarlinn sveipaði tepp-
inu þéttar að sér til að verjast kuldan-
um og sagganum. Hrollur fór um hann
þegar þrjú ný göt rifnuðu á teppið.
„Þetta teppi er nærri eins gamalt og
ég sjálfur,“ muldraði Boggi. Hann
strauk góðlega með hendinni yfir tætta
þræðina. ,,Eg man, þegar systir mín óf
þetta teppi með töfrarokknum, sem hún
fékk að gjöf frá langömmu okkar,“ and-
varpaði galdrakarlinn. „Eg vildi gefa
aleigu mína fyrir að fá annað teppi sem
væri eins fínt og þetta var einu sinni.“
Allt í einu sá Boggi fyrir sér töfra-
rokkinn. Hann mundi, hvernig rokkur-
inn gat breytt jafnvel ljótasta bandspotta
í fegursta þráð, sem hægt var að hugsa
sér. Allt í eiiiu ljómaði andlit galdra-
karlsins.
„Eg held, að töfrarokkurinn sé nú í
eigu minnar ltæru frænku, Bebu Jóku,“
sagði hann ánægður. Ilann ýtti slitnu á-
breiðunni til hliðar og flýtti sér að hillu
úti í einu horninu í hellinum. Þar blés
hann rykið af stórri krystalskúlu. Boggi
mundi eftir því, að Beba Jóka hafði, síð-
ast þegar hún kom í heimsókn, hvað eftir
annað dáðst að kúlunni, sem gat sagt fyr-
ir um óorðna hluti.
„Kominn á minn aldur er ég ánægður
185